Afturelding á 4 leikmenn í A landsliði kvenna í blaki en Ísland tekur þátt í lokamóti Smáþjóða sem fram fer í Luxemborg þessa dagana.
Leikmenn Aftureldingar eru: Daníela Grétarsdóttir, Thelma Dögg Grétarsdóttir, Tinna Rut Þórarinsdóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir. Fararstjóri hópsins kemur einnig úr röðum Aftureldingar; Einar Friðgeir Björnsson sem og þjálfari liðsins sem er Borja Gonzales Vincente þjálfari karla- og kvennaliðs Aftureldingar.
Stelpurnar byrjuðu mótið mjög vel og unnu fyrsta leikinn á móti Norður-Írlandi örugglega 3-0 í fyrri leiknum á föstudaginn. Seinni leikur dagsins var á móti Skotlandi og komust Skotar yfir 2-0 en Ísland jafnaði með frábærum leik í 2-2 en töpuðu oddahrinunni eftir mjög spennandi leik 20-22.
Stelpurnar voru þó komnar í undanúrslit og spiluðu við efsta liðið í A riðli á laugardag og sá leikur fór einnig í odd en nú var það Ísland sem vann og spila stelpurnar því um Gullverðlaun á mótinu á morgun, sunnudag og hefst leikurinn kl 15:30 að íslenskum tíma.
Hægt er að horfa á streymi frá leikjunum hér: