Frábær sigur Aftureldingar á toppliði KA í Mizunodeild kvenna

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Afturelding hélt til Akureyrar í kvöld og spilaði þar við Íslandsdeildar og Bikarmeistara frá síðasta ári  en KA en liðið var ósigrað á leiktíðinni fram að þessum leik. Okkar stúlkur sýndu frábæran leik og unnu KA 3-2 þar sem þær unnu oddarhrinuna 15-7. Stigahæst í leiknum var Thelma Dögg Grétarsdóttir með 22 stig og bætti María Rún Karlsdóttir við 19 stigum hjá okkar konum.  Stigahæst í KA liðinu var Paula Del Olmo Gomez með 20 stig.  Afturelding situr í .2.aæri deildarinnar með 26 stig en KA er efst með 30 stig.  Við óskum stelpunum til hamingju með sigurinn en þær fengu einmitt heimaleik við KA í 8 liða úrslitunum í Kjörísbikarnum og verður sá leikur spilaður að Varmá miðvikudaginn  26.febrúar kl 19:30