Afturelding með 7 lið í Íslandsmótinu í blaki á næstu leiktíð

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Deildaniðurröðun Blaksambands Íslands er klár að mestu fyrir komandi tímabil og verður spilað í 4 karladeildum og 7 kvennadeildum. Af þessum 7 liðum frá Aftureldingu eru 2 unglingalið sem spila í 1.deildum karla og kvenna og eitt lunglingalið stúlkna sem spilar í 3.deild kvenna og auk þess eru liðin okkar í efstu deildum karla og kvenna að sjálfsögðu með. Bæði liðin okkar enduðu í 3.sæti í efstu deild á síðustu leiktíð og klárt mál að nú stefna bæði liðin hærra og ætla sér í sjálfa úrlslitakeppnina.
.
Frétt tekin af heimasíðu Blaksambands Íslands:
Alls eru skráð 108 lið í Íslandsmótið 2019-2020 sem er fjölgun um tólf lið í heildina milli ára. Mótanefnd hefur lokið deildaniðurröðun allra kvenna deildanna í ár en 76 lið eru skráð til leiks en það er sjö liðum fleiri en í fyrra. Sjá staðfesta niðurröðun hér að neðan.

Karlaliðin eru 32 talsins eða sex fleiri en í fyrra. Ekki er búið að ákveða hvort karlalið Vestra leiki í efstu eða næst efstu deild á komandi tímabili en mótanefnd BLÍ hefur veitt karlaliði Vestra örlítið lengri frest til að boða þátttöku í efstu deild þar sem mikill vilji er fyrir hendi að skrá liðið til þátttöku þar.

Vonandi í vikulok eða strax í byrjun þeirrar næstu vitum við hvort við verðum með sex liða efstu deild karlamegin eða fimm eins og í fyrra.

Fyrstu drög að leikjafyrirkomulagi berast félögunum í efstu tveimur deildunum vonandi í þessari viku. Sú vinna er í fullum gangi sem stendur.

Karla- og kvennadeildir tímabilsins 2019-2020

Efsta deild karla
1. KA
2. HK
3. Afturelding
4. Álftanes
5. Þróttur Nes

1. deild karla
1. Vestri*
2. BF
3. HK B
4. Afturelding B
5. Hamar
6. Fylkir
7. Hkarlar
8. Þróttur Vogum
*Möguleg þátttaka í efstu deild

2. deild karla
1. Völsungur
2. Þróttur Nb
3. Álftanes B
4. Fylkir V
5. UMFL
6. Haukar A
7. Keflavík
8. Hrunamenn Karlar
9. Fylkir B
10. Sindri
11. Hkarlarnir
12. Álftanes C

3. deild karla
1. Haukar B
2. Þróttur VB
3. Völsungur Classic
4. UMFL Smali
5. Rimar Dalvík
6. Hrafna Flóki
7. Fálkar/Sokoly

Efsta deild kvenna
1. KA
2. HK
3. Afturelding
4. Þróttur R
5. Álftanes
6. Þróttur Nes

1. deild kvenna
1. Ýmir
2. HK B
3. Álftanes 2
4. Afturelding XXX
5. Vestri
6. BF
7. Völsungur
8. UMFG
9. KA B
10. Afturelding B
11. Þrótttur R-B

2. deild kvenna
1. Þróttur Re
2. UMF Hjalti
3. HK G
4. Ýmir 2
5. Hrunamenn
6. HK H
7. Þróttur Rc
8. Fylkir
9. ÍK
10. Haukar
11. Sindri
12. Bresi

3. deild kvenna
1. Hamar
2. Þróttur Nb
3. Álftanes C
4. Völsungur B
5. BF b
6. Dímon/Hekla
7. HK C
8. Afturelding Ungar
9. HK F
10. Álftanes D
11. KA-Skautar
12. UMFL

4. deild kvenna
1. Fylkir B
2. Bresi B
3. Hrunamenn C
4. Leiknir F
5. HK K
6. Afturelding Þrumur
7. Keflavík
8. Kormákur Birnur
9. Þróttur Rd
10. ÍBV
11. HSÞ
12. Dímon/Hekla 2

5. deild kvenna
1. KA-Freyjur
2. Vestri B
3. Haukar B
4. Hrunamenn B
5. Afturelding Töff
6. Haukar C
7. Einherji
8. Huginn
9. BF yngri
10. Völsungur C
11. HK E
12. KA Krákur

6. deild kvenna
1. UMF Íslendingur
2. Huginn yngri
3. Grótta
4. ÍK B
5. Álftanes E
6. Þróttur Vogum
7. Hrunamenn D
8. Haukar D
9. Kormákur B.B.
10. Fram
11. HK Bellur