Íslandsmót yngri flokka í blaki

Ungmennafélagið Afturelding Blak

Íslandsmót yngri flokka verður um næstu helgi og heldur Blakdeild Aftureldingar utan um mótahaldið.

60 lið eru skráð á mótið sem koma frá; Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Neskaupstað,Seyðisfirði, Höfn og svo af höfuðborgarsvæðinu. Aldrei hafa svo mörg lið í 6.flokki (8-9 ára) tekið þátt en þau eru samtals 15  og eru 10 af liðunum utan af landi en samkvæmt reglur ÍSÍ þá keppa þau ekki til verðlauna en öll fá þau viðurkenningu fyrir þátttöku.

Auk þess er spilað í 5.fl. blönduðum , 4.fl pilta og stúlkna,3.fl. pilta og stúlkna og 2.fl pilta. Kl 15:30 á laugardaginn verður svo leikur í 2.fl. stúlkna milli Aftureldingar og HK og vonumst við til að sjá marga á pöllunum. 2. og 3.fl. pilta spila fullan blakleik eða upp á 3 unnar hrinur, Önnur lið spila upp á 2 unnar hrinur.

Nýtt fyrirkomulag er verið að prufa í 5.flokki sem verður spennandi að sjá hvernig kemur út, þar sem öll úrslit verða skráð eftir hverja umferð og fæst þá upp næsti leikur. Spilað er á föstum tíma, 2 x 10 mínútur og alltaf á hálfa og heila tímanum og svo 30 mín í bið á meðan forritið raðar upp næstu leikjum. Einfalt stigaskor er notað svo ekki er um unnar hrinur að ræða.  Allir vita að þeir eiga leik á annað hvort hálfa eða heila tímanum en vita ekki á hvaða velli eða á móti hverjum. Það fer eftir úrslitum leikjanna á undan.

Hér er netfangið inn á síðuna: https://blak-afturelding-v2019.herokuapp.com/ en þetta kerfi er í þróun og verður spennandi að sjá hvort það henti blakhreyfingunni. og sérstaklega yngri flokka mótunum en krakkablak.bli.is síðan hefur ekki verið uppfærð og er hún mjög seinleg og tímafrekt að raða upp móti þar, auk þess sem þetta gefur möguleika á jafnari og skemmtilegri leikjum fyrir krakkana.

Á síðunni  munuþjálfarar,leikmenn og forráðarmenn geta séð hvaða leikir eru næstir og munu þeir uppfærast um leið og úrslit leikja liggur fyrir í hverri umferð.

Markmiðið með þessu kerfi er að liðin fái jafningja á móti sér og raðist niður getulega og því fái allir það út úr leikjunum sem hentar hverju liði og getustigi. Verið er að prufa þetta í fyrsta skipti í blaki en þetta kerfi hefur verið keyrt á landsmótum UMFÍ í strandblaki m.a.

Stefnt er að verðlaunaafhendingu um kl 14:00 í blaksalnum að Varmá þar sem Íslandsmeistarar verða krýndir.