Birna Kristín endurkjörin formaður Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Aukaaðalfundur Aftureldingar fór fram þann 30. apríl næstkomandi. Birna Kristín Jónsdóttir var endurkjörin formaður félagsins en hún tók við formennsku í félaginu vorið 2019. Litlar breytingar urðu á stjórn félagsins. Erla Edvardsdóttir kemur inn í stjórn félagsins í stað Hauks Skúlasonar sem fer úr aðalstjórn.

Geirarður Long og Gunnar Skúli Guðjónsson voru endurkjörnir í stjórn.

Reikningar félagsins voru samþykktir á fundinum. Sigurður Rúnar Magnússon, gjaldkeri aðalstjórnar Aftureldingar, kynnti ársreikninga félagsins. Rúmlega þriggja milljóna hagnaður er af starfi aðalstjórnar. Ný fjárhagsáætlun var jafnframt samþykkt einróma.

Aðalstjórn Aftureldingar 2018-2019
Birna Kristín Jónsdóttir, formaður
Erla Edvardsdóttir
Geirarður Long
Gunnar Skúli Guðjónsson
Kristrún Kristjánsdóttir
Sigurður Rúnar Magnússon
Þórdís Sveinsdóttir