Komdu í blak!

Ungmennafélagið Afturelding Blak

Blakdeild Aftureldingar fagnaði 20 ára afmæli í fyrra. Við erum rík af afreksfólki í blakdeildinni en við erum svo heppin að þjálfarar meistaraflokkana þjálfa einnig A landslið kvenna.

Sturluðar staðreyndir um blakdeild Aftureldingar:

 

  • Blakdeildin er með þrjá þjálfara og öll hafa þau spilað eða tekið þátt í landsliðsstarfi á Íslandi
  • Allir leikmenn meistaraflokks kvenna í blaki voru valdar á úrtaksæfingar hjá  A-landsliðinu vegna verkefna í janúar 2020
  • Blakdeildin Aftureldingar átti samtals níu  leikmenn  í A-landsliðum í janúar 2020
  • Afturelding varð Deildarmeistari í bæði karla og kvenna liðum í 1. deild Íslandsmótsins 2020
  • Aftureldingar er ríkjandi  bikarmeistara í 2.flokki kvenna 2020
  • Blakdeildin hefur alltaf átt iðkendur í yngri landsliðum Íslands

Hér má finna tímatöflur og fréttir frá blakdeildinni.