Blakdeild Aftureldingar hefur gengið frá þjálfaramálum meistaraflokka fyrir næstu leiktíð. Piotr Kempisty mun halda áfram að þjálfa meistaraflokk karla og yngri flokka Aftureldingar í blaki og Borja González mun taka við meistaraflokki kvenna hjá Aftureldingu á næstu leiktíð. Ana Maria Vidal mun vera aðstoðarþjálfari kvennaliðsins og mun Kempisty einnig spila með karlaliði félagsins.
„Auk þess mun Ana Maria sjá um alla styrktarþjálfun blakdeildarinnar. Þau hjónin hafa leitt mikið og gott uppbyggingarstarf í mekka blaksins í Neskaupstað og hlökkum við til samstarfsins með þeim og bjóðum þau velkomin í Aftureldingu og í Mosfellsbæinn,“ segir Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður blakdeildar Aftureldingar.
„Blakdeild Aftureldingar þakkar Piotr Poskrobko fyrir gott starf hjá félaginu og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.“