Piotr og Borja þjálfa meistaraflokkanna í blaki

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Blakdeild Aftureldingar hefur gengið frá þjálfaramálum meistaraflokka fyrir næstu leiktíð. Piotr Kempisty mun halda áfram að þjálfa meist­ara­flokk karla og yngri flokka Aft­ur­eld­ing­ar í blaki og Borja Gonzá­lez mun taka við meist­ara­flokki kvenna hjá Aftureldingu á næstu leiktíð. Ana Maria Vi­dal mun vera aðstoðarþjálf­ari kvennaliðsins og mun Kempisty einnig spila með karlaliði fé­lags­ins.

„Auk þess mun Ana Maria sjá um alla styrkt­arþjálf­un blak­deild­ar­inn­ar. Þau hjón­in hafa leitt mikið og gott upp­bygg­ing­ar­starf í mekka blaks­ins í Nes­kaupstað og hlökk­um við til sam­starfs­ins með þeim og bjóðum þau vel­kom­in í Aft­ur­eld­ingu og í Mos­fells­bæ­inn,“ segir Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður blakdeildar Aftureldingar.

„Blak­deild Aft­ur­eld­ing­ar þakk­ar Piotr Poskrob­ko fyr­ir gott starf hjá fé­lag­inu og ósk­ar hon­um alls hins besta í framtíðinni.“