Keppnin í Mizunodeild karla í blaki hófst í gærkvöldi þegar Afturelding sótti HK heim í Fagralund. Strákarnir okkar byrjuðu af krafti og unnu HK 1-3. Glæsileg byrjun hjá strákunum og lofar góðu. Næstu leikir eru 10. og 11. nóvember þegar Afturelding fær lið KA í heimsókn og spila þá bæði karla- og kvennaliðin við KA.
![](https://afturelding.is/wp-content/uploads/2018/11/HopmyndKarla-758x505.jpg)