Strákanri okkar í Mizunodeildinni höfðu ekki unnið leik á leiktíðinni þegar þeir héldu norður og spiluðu við Íslands,-deildar og bikarmeistara KA á miðvikudagskvöldið. Búist var við erfiðum leik en Afturelding byrjaði af krafti og hreinlega yfirspluðu KA menn á köflum. Þeir unnu leikinn-1-3 og eru vonandi komnir á sigurbraut. Þeir halda á Ísafjörð um helgina og spila 2 leiki við nýliðana í Mizunodeild karla, Vestra, á laugardag og sunnudag.
