Sigur og tap hjá strákunum á Ísafirði

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Strákarnir héldu vestur og spilðu 2 leiki við Vestra á Ísafirði um helgina. Vestri er með í Mizunodeild karla í fyrsta skipti og með áhugavert lið þar sem uppistaðan eru erlendir leikmenn. Leikurinn á laugardaginn unnu okkar menn 1-3 og náðu sér því í 3 stig þar og sigur annan leikinn í röð. Sunnudagsleikurinn var ekki eins sannfærandi hjá okkar mönnum en þeir töpuðu fyrstu 2 hrinunum og voru því komnir með bakið upp við vegg. Þeir stóðust þá pressu og unnu næstu 2 hrinur en Vestri var sterkari í oddahrinunni og unnu hana 15-11 og leikinn því 3-2. Afturelding fékk því 4 stig af 6 mögulegum í þessum tveimur leikjum og situr í 4.sæti deildarinnar.  Í laugardagsleiknum var Sigþór Helgason stigahæstur okkar manna með 20 stig en í sunnudagsleiknum var það Quentin Moore sem fór fyrir okkar mönnum og skoraði 29 stig.  Næsti leikur og jafnframt síðasti leikur fyrir jól verður að Varmá 18.desember þegar HK kemur í heimsókn.