Sumarnámskeið í krakkablaki

Blakdeild Aftureldingar Blak

Blakdeildin býður körkkum sem kláruðu 3-6 bekk á sumarnámskeið í krakkablaki dagana.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Rósborg Halldórsdóttir.

Námskeiðið er frá kl 09:00-12:00 mánudag til fimmtudags og er fyrir krakka sem voru að klára 3-6.bekk.(8-12 ára)
Verð 4900 kr.
Lágmarks fjöldi: 8 krakkar.
Námskeiðið fer fram í sal 3 að Varmá og ef  það er gott veður verður farið út og leikið á strandblaksvellinum á Stekkjarflöt.
Rósborg hefur æft og spilað blak með Aftureldingu og fór á háskólasstyrk til Bandaríkjanna og hefur verið við nám þar s.l. 5 ár.  Þar hefur hún æft og þjálfað blak meðfram háskólanámi í trompetleik.
Skráning á námskeiðið fer fram á: https://afturelding.is/afturelding/sumarnamskeid/