Karlalið Aftureldingar endaði í 4.sæti Mizunodeildarinnar eftir leiktíðina. Þeir leikir sem áttu að vera þegar keppnin var stöðvuð í mars var sleppt og notuð var Covid regla þar sem reiknað út meðaltal stiga fyrir hvern leik og þannig fundin út lokastaða. Fyrirkomulag úrslitakeppninnar var einnig breytt þannig að öll lið taka nú þátt í. 9 lið spiluðu í Mizunodeildinni og spila 2 neðstu lið deildarinnar um sæti í 8 liða úrslitunum. Liðið í 8 sæti mun spila við Deildarameistara Hamars osfrv. Ljóst er að Afturellding og Vestri Ísafirði sem endaði í 5.sæti deildarinnar spila um sæti í 4ra liða úrslitunum og verða spilaðir 2 leikir. Fyrri leikurinn fer fram á Ísafirði sunnudaginn 9.maí og seinni leikurinn verður að Varmá miðvikudaginn 12.maí. Ef liðin vinna sitt hvorn leikinn mun verða spiluð Gullhrina sem sker úr um hvort liðið fer áfram í undanúrslit Íslandsmótsins. Þó nokkur meiðsli hafa herjað á karliðið eftir áramót og var það frábært hjá strákunum að ná 4.sætinu en þeir spiluðu til úrslita í Kjörísbikarnum þar sem þeir áttu stórleiki en töpuðu eftir frábæran leik gegn Hamri sem hefur unnið alla sína leiki á leiktíðinni.