Æfingagjöld í fimleikum

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Fimleikadeildin hefur leitast við að halda kostnaði við æfingar í hófi.

Vegna nokkurrar hækkunar grunnlauna sl. fjögur ár reynist ekki annað tækt en að hækka æfingagjöldin fyrir veturinn 2022-2023 til unnt sé að halda fimleikadeildinni gangandi.

Hækkunin tekur mið af launakostnaði fyrir hvern flokk og því er mismunandi hve mikil hækunin er eftir flokkum.

Fimleikadeildin leggur sig fram um að veita góða þjálfun og þjónustu við iðkendur með hóflegum æfingagjöldum. Í samanburði við sambærilegar fimleikadeildir á höfuðborgarsvæðinu eru æfingagjöld fimleikadeildar Aftureldingar allt að 20% lægri.