Nýr framkvæmdastjóri fimleikadeildar

Ungmennafélagið Afturelding Fimleikar

Selma Birna Úlfarsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri fimleikadeildar Aftureldingar. Hún hefur starfað í tæp 20 ár sem þjálfari og unnið að ýmsu tengdu þjálfun, kennslu og stjórnun. Hún hefur lokið BSc í íþróttafræði og er í MBA námi (master í viðskiptum og stjórnun) við Háskólann í Reykjavík

„Það er mér mikill heiður að koma aftur til starfa hjá Fimleikadeild Aftureldingar eftir 12 ára hlé og ég hlakka til að vinna með því metnaðarsama og duglega fólki sem þar starfar. Ég er fullviss um að framtíðin sé björt hjá fimleikadeildinni og ég hlakka mikið til þess að takast á við komandi verkefni,“ segir Selma.

Hægt er að hafa samband við Selmu með því að senda tölvupóst á selma@afturelding.is eða hringja á skrifstofuna í síma 566-7089. Við bjóðum Selmu velkomna til starfa.