Thelma Dögg með 50 landsleiki og silfurmerki BLI á NOVOTEL CUP

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Um helgina fór fram NOVOTEL CUP mótið í Luxembor og sendi Ísland bæði karla- og kvennaliðin sín á mótið. Bæði liðin náðu bronsverðlaunum á mótinu.

Thelma Dögg Grétarsdóttir fékk afhent silfurmerki Blaksambands Íslands þar sem hún spilaði sinn 50.leik fyrir Íslands hönd á mótinu. Níu nýliðar spiluðu sinn fyrsta A landsleik og fengu þau öll afhent bronsmerki sambandsins. Af þeim voru 5 úr hópi Aftureldingar. Karlamegin voru það: Bjarki Sveinssong og Kári Hlynsson og stúlknamegin voru það: Daníela Grétarsdóttir,Kristín Fríða Sigurborgardóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir.