Logi Már semur við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Logi Már Magnússon hefur gert sinn fyrsta meistaraflokks samning og semur við Aftureldingu til næstu tveggja ára. Logi er 19 ára gamall og var á dögunum formlega tekinn inn í leikmannahóp meistaraflokksins.

Logi er efnilegur og fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á miðjunni. Hann lék með 2. flokk félagsins síðasta sumar og lék einnig 13 leiki með Hvíta Riddaranum sem fór í undanúrslit í 4. deildinni.

Logi Már smellpassar inn í ungan leikmannahóp Aftureldingar sem býr sig að kappi undir tímabilið í Inkasso-deildinni.

Er það sérstak fagnaðaefni að sjá uppalinn leikmann taka skref upp í meistaraflokk félagsins.

Mynd: Logi Már og Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.