Anna María er Vinnuþjarkur Aftureldingar 2019

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Á uppskeruhátíð Aftureldingar þann 27. desember sl. voru ýmis verðlaun veitt til íþróttafólks en einnig til sjálfboðaliða. Meðal verðlauna sem veitt voru að þessu sinni voru verðlaunin Vinnuþjarkur ársins 2019 og hlut Anna María Þórðardóttir þau verðlaun að þessu sinni.

Anna María hefur starfað mikið fyrir karatedeildina og er alltaf boðin og búin að taka þátt í starfi deildarinnar. Hún hefur stafað mikið á mótum hjá Karatedeild Aftureldingar og einnig haldið utan um mótaskráningar. Anna er einnig meðlimur í nýskipuðu fjáröflunarráði Aftureldingar.

Til hamingju Anna María og takk fyrir allt!