Umsóknarfrestur í afreks- og styrktarsjóð rennur út 5. janúar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Umsóknarfrestur í afreks- og styrktarsjóð Aftureldingar rennur út þann 5. janúar næstkomandi. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar ári og að þessu sinni er úthlutað vegna verkefna sem fram fara á tímabilinu 1. júlí 2019 til 31. desember 2019.

Tilgangur sjóðsins er að styðja við afreksíþróttafólk í félaginu auk þess að styrkja þjálfara til endurmenntunar. Úthlutunarupphæð hvert ár byggir á samstarfssamningi Aftureldingar og Mosfellsbæjar.

Hægt er að sækja rafrænt um í sjóðinn með því að smella hér:

Grundvöllur styrkveitinga:

  • Við mat á umsóknum mun sjóðstjórn hafa eftirfarandi atriði til hliðsjónar: Þátttaka í landsliðsferðum, Norðurlandamótum, Evrópumótum, Heimsmeistaramótum innanlands og utan og Ólympíuleikum (leita skal viðurkenningar á mótahaldi hjá viðkomandi sérsambandi).
  • Þátttaka þjálfara í viðurkenndum þjálfaranámskeiðum erlendis sem ekki er boðið uppá innanlands.
  • Önnur verkefni og sérstök afrek sem verða sérstaklega metin hverju sinni.
  • Stjórn sjóðsins er heimilt að takmarka fjölda styrkja til einstaklings og fjárhæð innan sama árs.
  • Stjórn sjóðsins ákveður hámarksupphæð sem er úthlutað hverju sinni í samræmi við fjölda umsókna og heildarfjárhæð til ráðstöfunar.
  • Stjórn sjóðsins skal upplýsa umsækjendur um úthlutun og færa rök fyrir ákvörðun sé þess óskað.

Umsóknarferli:

  • Umsækjandi skal fylla út rafrænt eyðublað inn á vefsvæði Afreks- og styrktarsjóðs Aftureldingar.
  • Umsækjandi skal skila inn nauðsynlegum fylgiskjölum er varðar umsóknina (t.d. staðfesting frá sérsambandi, þátttökugjöld og kvittanir fyrir útlögðum kostnaði). Fyrir úthlutun í janúar skal skila inn umsókn eigi síðar 5. janúar ár hvert. Fyrir úthlutun í júlí skal skila inn umsókn eigi síðar en 5. júlí ár hvert.

Úthlutun og greiðslufyrirkomulag:

  • Styrkjum í Afreks- og styrktarsjóð er úthlutað tvisvar á ári. Styrkir vegna verkefni á tímabilinu 1. janúar – 30. júní er úthlutað í júlí. Styrkir vegna verkefna á tímabilinu 1. júlí – 31. desember er úthlutað í janúar. Styrkir verða greiddir út í síðasta lagi tveimur vikum eftir úthlutun.

Úthlutnarreglur Afreks- og styrktarsjóðs Aftureldingar