Strákadeildin okkar stækkar !

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Hérna er skemmtileg myndband af elsta hópnum okkar sem eru ríkjandi Bikarmeistarar.

Það verður gaman að fylgjast með drengjunum á þessu ári þar sem þeir eiga eftir að berjast um Íslandsmeistaratitilinn núna í lok maí og svo eru drengirnir að fara í úrtökur fyrir landsliðshóp.

Þetta myndband er gert til þess að hvetja drengi til þess að koma og prófa fimleika hjá okkur.

Við erum með æfingar í sumar sem verður hægt að prófa og svo er alltaf hægt að hafa samband eða skrá sig.