Unglingahreysti og fullorðinsfimleikar – Opnar æfingar

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Hreysti eru nýjar æfingar fyrir alla 13 ára og eldri. Hópurinn skiptist í unglingahreysti og fullorðinsfimleika, þar sem liðleiki, styrkur, jafnvægi og grunnæfingar í fimleikum verða kenndar. Þessir tímar eru mjög hentugir fyrir fólk sem t.d. æfir aðrar íþróttir, hefur verið áður í fimleikum eða hefur áhuga á að prufa fimleika en vill auka styrk og er það gert á mjög skemmtilegan hátt. Fyrsta æfingin verður í kvöld 09.01.2019 kl. 20:00 og ætlum við að hafa hana og næstu æfingu 16.jan opna öllum. Æfingarnar verða 1x í viku til að byrja með.

Miðvikudagar kl.20:00-21:30
Þjálfarar eru Alexander og Arnar Freyr

Verð fyrir 20 vikur 22.230 kr.-

Hlökkum til að sjá sem flesta engin þörf á að skrá sig í prufutímann.

M.b.k Þjálfarar