Afmælisnefnd Aftureldingar – 110 ára afmæli félagsins 11. apríl 2019

Þann 11. apríl næstkomandi mun Ungmennafélagið Afturelding fagna 110 ára afmæli sínu. Þeim tímamótum mun félagið fagna og verður hátíðaraðalfundur félagsins haldinn þennan sama dag. Til að undirbúa afmælishátíð félagsins höfum við ákveðið að setja á föt sérstaka afmælisnefnd sem mun skipuleggja hátíðarhöld á þessum merkisdegi í sögu félagsins.

Við óskum eftir að fá fulltrúa úr félaginu til að vinna þetta verkefni með okkur. Þeir aðilar sem vilja taka sæti í afmælisnefnd félagsins geta skráð sig með því að senda póst þess efnis á umfa@afturelding.isMerkt Afmælisnefnd.

Afmælisnefnd Aftureldingar mun taka til starfa þann 21. janúar næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Jón Júlíus, framkvæmdastjóri í síma 616 0098 eða með tölvupósti á umfa@afturelding.is