Íþróttaskóli barnanna – Vorönn 2019

Afturelding stendur fyrir íþróttaskóla barnanna. Skólinn er fyrir börn fædd 2013, 2014 og 2015. Laugardaginn 19. janúar hefst Íþróttaskóli barnanna að nýju. Um er að ræða 12 tíma námskeið í Íþróttamiðstöðinni að Varmá og lýkur skólanum laugardaginn 6. apríl.

Tímasetning:
Börn fædd 2015: kl. 09:15 – 10:10
Börn fædd 2014: kl. 10:15 – 11:10
Börn fædd 2013: kl. 11:15 – 12:10
Námskeiðsgjald er kr. 10.000.- veittur er systkinaafsláttur.

Skráning:
Hægt er að senda póst á netfangið, ithrottaskolinn@gmail.com
Einnig er hægt að skrá á fésbókarsíðu Íþróttaskólans, Íþróttaskóli barnanna Afturelding.
Upplýsingar sem verða að koma fram eru nafn og kennitala barns sem og gsm númer forráðamanns/forráðamanna.

Fjölbreytni er mikil í Íþróttaskólanum. Farið er í hina ýmsu leiki, við syngjum og dönsum. Mikið unnið með bolta (kasta, grípa, drippla, blaka, sparka), badminton, grunnhreyfingar í fimleikum, styrkur, þol, fimi, þor o.fl.

Íþróttaskólinn er góður undirbúningur fyrir íþróttakennslu þar sem þau kynnast umhverfi og reglum í íþróttahúsi (búningsklefinn, starfsfólkið, röðin, agi, tillitssemi). Foreldrar taka virkan þátt með börnunum sínum.

Nánari upplýsingar: í síma 772-9406, á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is eða sendið fyrirspurn á ithrottaskolinn@gmail.com.

Erum á facebook (íþróttaskóli barnanna Afturelding)

Hlakka til að sjá ykkur í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Svava Ýr Baldvinsdóttir, íþróttakennari og allir hinir íþróttaálfarnir í Íþróttaskólanum