Úrslitakeppnin í 1.deildum karla og kvenna í blaki fór fram um helgina. Afturelding B spilar í 1.deild og komst inn í úrslitakeppnina sem þriðja besta liðð af fimm. Afturelding B liðið eru ungu stelpurnar okkar og byrjuðu þær á því að vinna Þrótt Neskaupstað á föstudaginn og KA liðið á laugardaginn svo þær voru komnar í úrslitaleikinn um Íslandsmeistataratititil B …
Bæði karla-og kvennaliðin komin í úrslitakeppnina í blaki
Bæði karla-og kvennaliðin í blaki eru komin í úrslitakeppnina sem er milli fjögurra efstu liðanna í deildinni. Síðustu leikir okkar liða fóru fram að Varmá á laugardaginn og var ljóst að kvennaliðið væri þegar komið áfram og myndi mæta andstæðingu dagsins, Völsungi í undanúrslitunum. Afturelding sigraði leikinn 3-2 í ákaflega spennandi og skemmtilegum leik. Strákarnir spiluðu við Þrótt Fjarðabyggð og …
BIKARVEISLA Í VIKUNNI
Blakdeild Aftureldingar er með bæði karla-og kvennalið sín í FINAL4 í Kjörísbikarnum í blaki. Hátíðin hefst á fimmtudaginn og drógust bæði liðin á móti KA og spila strákarnir á fimmtudaginn kl 19:30 og stelpurnar á föstudaginn kl 17:00. FINAL4 helgin er spiluð í Digranesi og miðasala á Stubb appinu. Aftureldingarfólk er hvatt til að mæta og styðja liðin í undanúrslitaleikjunum …
Landsliðsverkefni U-liðanna lokið
NEVZA mót U17 og U19 er nú lokið en U17 spilaði mótið í Danmörku og U19 var haldið í Færeyjum. Afturelding átti fulltrúa í kvennaliðum U17 og U19 og var það sami leikmaðurinn sem var Sunna Rós Sigurjónsdóttir og vann hún til bronsverðlauna með íslenska U17 ára landsliðinu. U17 strákarnir unnu til silfurverðlauna á mótinu. Þjálfarar U17 kvennaliðsins voru leikmenn …
Afturelding Meistarar Meistaranna 2024
Karlalið Aftureldingar í blaki hóf leiktíðina með leik á móti Bikar- og Íslandsmeisturum Hamars í leik um Meistara Meistaranna. Afturelding tapaði úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð á móti Hamri og áttu því harma að hefna. Afturelding sigraði 3-2 og eru því handhafar þessa fyrsta titils á leiktíðinni. Til hamingju strákar og þjálfarar . Bæði karla-og kvennaliðin í blaki halda …
Blakið komið á fullt – Komdu í blak !!!
Blakdeild Aftureldingar býður öllum yngri iðkendum að koma og prufa að æfa í september. Hér er æfingatafla yngri flokka hjá félaginu með upplýsingum um þjálfara hvers flokks. Allar æfingar fara fram að Varmá í blaksalnum, sem er salurinn uppi og stundum kallaður „Gamli salururinn“ því það er upphaflega íþróttahúsið og var einu sinni eini salurinn. Yfirþjálfari BUR er Atli Fannar …
Hafsteinn Már á leið í atvinnumennsku í Svíþjóð
Blakarinn og landsliðsmaðurinn Hafsteinn Már Sigurðsson sem spilað hefur með karlaliði Aftureldingar undanfarin tvö ár er á leið til Svíþjóðar í atvinnumennsku í blaki. Hafsteinn kemur frá Ísafirði og spilaði með Vestra þangað til hann kom suður og gekk til liðs við Aftureldingu. Hafsteinn hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin tvö tímabil og skrifaði söguna með félaginu í vor þegar …
A landsliðin í blaki í stóru verkefni
A landslið Íslands eru í stóru verkefni þessa dagana og eru að ljúka keppni í Silver league keppni innan Evrópsa blaksambandsins. Afturelding er með 9 fulltrúa í þessu stóra verkefni auk þess að þjálfari karlaliðsins er Borja Gonzalez Vicente sem hefur verið þjálfari Aftureldingar undanfarin ár og liðsstjóri kvennaliðsins er Einar Friðgeir Björnsson sem er í stjórn meistaraflokkráðs blakdeildarinnar. Sjúkraþjálfari …
Aðalfundur Blakdeildar Aftureldingar
Stjórn blakdeildar Aftureldingar boðar til aðalfundar fimmtudaginn 4.apríl kl 21.00 Fundurinn verður haldinn í Vallarhúsinu við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ. Framboð til stjórnarstarfa skulu berast eigi síðar en 31.mars og skal framboðum skilað til framkvæmdarstjóra Aftureldingar gretar@afturelding.is. Dagskrá fundar Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Formaður deildarinna gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári Gjaldkeri deildar leggur fram til …
BIKARMEISTARAR 2024
Kvennalið Aftureldingar eru Bikarmeistari í blaki 2024. Um síðustu helgi fór fram FINAL4 helgin í Kjörísbikarnum í blaki. Í undanúrslitunum fengu stelpurnar lið Blakfélags Hafnafjarðar og vannst sá leikur 3-0 . Á laugardaginn var síðan úrslitaleikurinn við ríkjandi Íslands-og bikarmeistara KA . Leikurinn var sýndur beint á RUV en síðast þegar RUV sýndi beint frá blakleik var það einmitt á …