Blakdeild Aftureldingar sýnir samstöðu í baráttunni gegn brjóstakrabbameini

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Það er bleikur dagur í dag og bleikur mánuður til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Bæði kvenna- og karlalið deildarinnar munu spila með merki Krafts framan á búningum sínum í vetur, til að sýna samstöðu með þeim sem glíma við krabbamein og minna á mikilvægi forvarna og stuðnings. Kraftur er íslenskt stuðningsfélag sem veitir ungum einstaklingum sem greinst hafa með …

Tímabilið að hefjast í blakinu

Blakdeild AftureldingarBlak

Miðvikudaginn 24.september hefst tímabilið formlega hjá Blakdeild Aftureldingar þegar karlaliðið okkar spilar sinn fyrsta leik og er það heimaleikur við Þrótt Reykjavík sem spiluðu til úrslita bæði í bikar og Íslandsmótinu í vor. Lið Aftureledingar er talsvert breytt frá fyrra ári og ætlar liðið sér mikið í vetur og er staðráðið í að berjast um alla titla sem í boði …

Atli Fannar komin með alþjóðlega þjálfaragráðu: FIVB1

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Atli Fannar Pétursson, yfirþjálfari  BUR hjá Blakdeild Aftureldingar hefur undanfarna daga dvalið á Írlandi á þjálfaranámskeiði á vegum Alþjóða Blaksambandsins FIVB,  en alþjóðlegu þjálfaragráðurnar eru; FIVB1, FIVB2 og FIVB3 og var Atli Fannar að klára FIVB1. Eftir því sem við komumst næst þá er Atli Fannar fyrsti íslenski þjálfarinn til að taka þetta námskeið en nokkrir erlendir þjálfarar sem starfa …

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Blakdeild Aftureldingar hefur samið við Tamas Kaposi um að  þjálfa úrvalsdeildarlið karla-og kvenna auk  1.deildar liði karla næstu 2 árin. Tamas þarf vart að kynna fyrir íslenskum blökurum en hann kemur frá Ungverjalandi og hefur búið á Íslandi í fimm ár. Á þeim tíma hefur hann náð mjög góðum árangri með lið sín, þar á meðal unnið deildarmeistaratitilinn í fyrstu …

Blakarar frá Aftureldingu á Smáþjóðarleikunum

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Í næstu viku fara fram Smáþjóðarleikarnir og eru þeir haldnir í Andorra að þessu sinni dagana 27-30 maí. Þar sem kvennalið Íslands í blaki er að keppa í Silver League á sama tíma þá geta þær ekki tekið þátt í leikunum. Afturelding átti 6 þátttakendur í  íslenska karlaliðinu en því miður þá þurfti Sigþór Helgason að draga sig út vegna …

Afturelding B í úrslitaleikinn um Íslandsmeistararatitil B liða í blaki.

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak, Fréttir

Úrslitakeppnin í 1.deildum karla og kvenna í blaki fór fram um helgina.  Afturelding B spilar í 1.deild og komst inn í úrslitakeppnina sem þriðja besta liðð af fimm.  Afturelding B liðið eru ungu stelpurnar okkar og byrjuðu þær á því að vinna Þrótt Neskaupstað á föstudaginn og KA liðið á laugardaginn svo þær voru komnar í úrslitaleikinn  um Íslandsmeistataratititil B …

Bæði karla-og kvennaliðin komin í úrslitakeppnina í blaki

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Bæði karla-og kvennaliðin í blaki eru komin í úrslitakeppnina sem er milli fjögurra efstu liðanna í deildinni.  Síðustu leikir okkar liða fóru fram að Varmá á laugardaginn og var ljóst að kvennaliðið væri þegar komið áfram og myndi mæta andstæðingu dagsins, Völsungi í undanúrslitunum. Afturelding sigraði leikinn 3-2 í ákaflega spennandi  og skemmtilegum leik. Strákarnir spiluðu við Þrótt Fjarðabyggð og …

BIKARVEISLA Í VIKUNNI

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Blakdeild Aftureldingar er með bæði karla-og kvennalið sín í FINAL4 í Kjörísbikarnum í blaki. Hátíðin hefst á fimmtudaginn og drógust bæði liðin á móti KA og spila strákarnir á fimmtudaginn kl 19:30 og stelpurnar á föstudaginn kl 17:00. FINAL4 helgin er spiluð í Digranesi og miðasala á Stubb appinu.  Aftureldingarfólk er hvatt til að mæta og styðja liðin í undanúrslitaleikjunum …

Landsliðsverkefni U-liðanna lokið

Blakdeild AftureldingarBlak

NEVZA mót U17 og U19 er nú lokið en U17 spilaði mótið í Danmörku og U19 var haldið í Færeyjum.  Afturelding átti fulltrúa í kvennaliðum U17 og U19 og var það sami leikmaðurinn sem var Sunna Rós Sigurjónsdóttir og vann hún til bronsverðlauna með íslenska U17 ára landsliðinu. U17 strákarnir unnu til silfurverðlauna á mótinu.  Þjálfarar U17 kvennaliðsins voru leikmenn …

Afturelding Meistarar Meistaranna 2024

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Karlalið Aftureldingar í blaki hóf leiktíðina með leik á móti Bikar- og Íslandsmeisturum Hamars í leik um Meistara Meistaranna. Afturelding tapaði úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð á móti Hamri og áttu því harma að hefna.  Afturelding sigraði 3-2 og eru því handhafar þessa fyrsta titils á leiktíðinni. Til hamingju strákar og þjálfarar . Bæði karla-og kvennaliðin í blaki halda …