Framtíðin er björt í blakinu

Blakdeild AftureldingarBlak

Þá er nýlokið íslandsmóti 4. og 5. flokks sem haldið var í Kórnum í Kópavogi  helgina 9-10 þessa mánaðar. Samhliða var haldið mót fyrir 6-7 flokk en þau spiluðu sína leiki á laugardagsmorgninum. Afturelding var þarna með eitt lið í 4. flokki blandað drengjum og stúlkum. Liðið gerið sér lítið fyrir og kom heim með Íslandsmeistaratitil. Þá vorum við með …

Hreinn úrslitaleikur að Varmá á þriðjudag kl 19

Blakdeild AftureldingarBlak

Staðan í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki er 2-2.
Því er um hreinan úrslitaleik að ræða á þriðjudag kl 19 að Varmá. Nú er mikilvægara en nokkurntíman áður að fjölmenna á pallana og hvetja stelpurnar til dáða.

Tap i fyrsta leik í úrslitaeinvíginu

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding og HK áttust við í fyrsta leik í úrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki. Afturelding byrjaði leikinn betur en HK konur tóku síðan vel við sér.

Komnar í úrslit – fjórða árið í röð

Blakdeild AftureldingarBlak

Íslands­meist­ar­ar Aft­ur­eld­ing­ar í blaki kvenna leika til úr­slita um Íslands­meist­ara­titil­inn fjórða árið í röð. Það varð ljóst eft­ir að Aft­ur­eld­ing vann Þrótt Nes­kaupsstað í þrem­ur hrin­um í síðari leik liðanna í undanúr­slit­um í kvöld en leikið var eystra.

Aft­ur­eld­ing vann fyrstu hrin­una, 25:18, aðra 25:10, og loks 25:17.

María Rún Karls­dótt­ir var stiga­hæst hjá Þrótti með 11 stig. Anna Svavars­dótt­ir og Lilja Ein­ars­dótt­ir skoruðu þrjú stig hvor. Kar­en B. Gunn­ars­dótt­ir skoraði 12 stig fyr­ir Aft­ur­eld­ingu al­veg eins og fyr­irliðinn Za­har­ina Fil­ipova. Auður A. Jóns­dótt­ir skoraði 11 stig.

Úrslitakeppni hafin.

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding og Þróttur Nes mættust í gær laugardag að Varmá í fyrsta leik í undanúrslitum. Vinna þarf 2 leiki til að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.