Afturelding B hampaði deildarmeistaratitlinum í 1. deild kvenna í gærkvöld eftir sigur á Grundafirði. Leikurinn fór fram að Varmá í Mosfellsbæ en fyrir leikinn þurfti liðið 1 stig til að hampa titlinum.
Íslandsmeistarar 2015
Strákarnir í 3. flokki urðu Íslandsmeistara um síðastliðna helgi . Íslandmeistaramótið var haldið á Akureyri og unnu strákarnir alla leikina sína. Stelpurnar í 3.flokki náðu bronsverðlaununum í keppni B liða.
BIKARMEISTARAR 2015
Til hamingju Afturelding !
Bikarúrslitaleikur sunnudag kl 15:15
Stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Þrótti Nes í dag í undanúrslitum bikarkeppninnar og mæta því HK á morgun sunnudag í úrslitaleik Bikarkeppninnar. Leikurinn hefst kl 15:15 í Laugardalshöllinni og verður sýndur beint á RÚV fyrir þá sem ekki komast.
Fjölmennum rauðklædd á pallana og styðjum stelpurnar. Við viljum bikarinn í Mosó !
BIKARHELGI – Bikarinn í Mosó!
Fjölmennum á undanúrslitaleik kvenna í blaki í Laugardalshöllinni kl 16 á morgun laugardag. Mætum í rauðu og hvetjum stelpurnar okkar til sigurs.
Aðalfundur
Aðalfundur Blakdeildar Aftureldingar verður haldin í Vallarhúsinu fimmtudaginn 12.mars kl 19:30 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Allir kvattir til að mæta.
Bikar – final four um helgina.
Afturelding – Þróttur Nes laugardag kl 16 í undanúrslitum bikarsins.
Deildarmeistarar í blaki !
Aftureldingarstelpurnar hömpuðu deildarmeistarabikarnum eftir sigur á Þrótti Reykjavík sl. Föstudagskvöld. Afturelding vann leikinn 3-0.
Bikarhelgi – final four
Nú styttist í bikarúrslitahelgina í blaki sem verður í Laugardalshöll 7.-8.mars n.k. Þar verða undanúrslitaleikir leiknir á laugardeginum og úrslitaleikir á sunnudeginum.
Kvennalið Aftureldingar mætir Þrótti N í undanúrslitum kl 16 á laugardeginum og í hinum undanúrslitaleiknum mætast HK og Stjarnan.
Afturelding vann toppslaginn
Afturelding hafði betur gegn HK, 3:1, á Íslandsmóti kvenna í blaki en liðin áttust við í Fagralundi á föstudagskvöld.
Afturelding vann fyrstu hrinuna, 25:23, HK vann aðra hrinuna, 25:12 en Afturelding tryggði sér sigurinn með því vinna tvær síðustu hrinurnar, 25:12 og 25:14.
Stigahæstar hjá Aftureldingu:
Velina Apostolova 15 stig
Karen Björg Gunnarsdóttir 11 stig