Stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Þrótti Nes í dag í undanúrslitum bikarkeppninnar og mæta því HK á morgun sunnudag í úrslitaleik Bikarkeppninnar. Leikurinn hefst kl 15:15 í Laugardalshöllinni og verður sýndur beint á RÚV fyrir þá sem ekki komast.
Fjölmennum rauðklædd á pallana og styðjum stelpurnar. Við viljum bikarinn í Mosó !
BIKARHELGI – Bikarinn í Mosó!
Fjölmennum á undanúrslitaleik kvenna í blaki í Laugardalshöllinni kl 16 á morgun laugardag. Mætum í rauðu og hvetjum stelpurnar okkar til sigurs.
Aðalfundur
Aðalfundur Blakdeildar Aftureldingar verður haldin í Vallarhúsinu fimmtudaginn 12.mars kl 19:30 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Allir kvattir til að mæta.
Bikar – final four um helgina.
Afturelding – Þróttur Nes laugardag kl 16 í undanúrslitum bikarsins.
Deildarmeistarar í blaki !
Aftureldingarstelpurnar hömpuðu deildarmeistarabikarnum eftir sigur á Þrótti Reykjavík sl. Föstudagskvöld. Afturelding vann leikinn 3-0.
Bikarhelgi – final four
Nú styttist í bikarúrslitahelgina í blaki sem verður í Laugardalshöll 7.-8.mars n.k. Þar verða undanúrslitaleikir leiknir á laugardeginum og úrslitaleikir á sunnudeginum.
Kvennalið Aftureldingar mætir Þrótti N í undanúrslitum kl 16 á laugardeginum og í hinum undanúrslitaleiknum mætast HK og Stjarnan.
Afturelding vann toppslaginn
Afturelding hafði betur gegn HK, 3:1, á Íslandsmóti kvenna í blaki en liðin áttust við í Fagralundi á föstudagskvöld.
Afturelding vann fyrstu hrinuna, 25:23, HK vann aðra hrinuna, 25:12 en Afturelding tryggði sér sigurinn með því vinna tvær síðustu hrinurnar, 25:12 og 25:14.
Stigahæstar hjá Aftureldingu:
Velina Apostolova 15 stig
Karen Björg Gunnarsdóttir 11 stig
Á toppnum.
Meistaraflokkur kvenna mætti KA aftur í KA heimilinu í dag. Leiknum lauk 3-0 fyrir Aftureldingu eins og leiknum í gær. Hrinurnar í dag fóru 25- 21, 25-19 og 25- 11.
Stigahæstar í dag voru Auður Anna Jónsdóttir með 16 stig og Fjóla Rut Svavarsdóttir með 9 stig. Í liðið KA var Birna Baldursdóttir með 10 stig og Alda “ okkar“ með 5 stig.
Stelpurnar eru nú á heimleið í roki og rigningu !
Afturelding er á toppi Mizunodeildarinnar með 45 stig.
Sigur á Akureyri í kvöld hjá stelpunum.
Stelpurnar í Aftureldingu héldu norður til Akureyrar í dag og spiluðu við KA í kvöld. Þær unnu leikinn 3-0( 25-8, 25-18 og 25-21) Stigahæstar í liði Aftureldingar í kvöld voru Auður Anna Jónsdóttir og Fjóla Rut Svavarsdóttir með 10 stig hvor. Í liði KA var Dagbjört með 9 stig og fyrrum leikmaður Aftureldingar sem er flutt aftur norður Alda Ólína Arnarsdóttir með 7 stig.
Sigur hjá stelpunum, tap hjá strákunum á móti Stjörnunni.
Á föstudagskvöld fór fram tvíhöfði í Mizunodeildinni í blaki þegar Afturelding og Stjarnan áttust við í karla- og kvennaflokki.