Íslandsmeistarar hausts í 3.fl pilta

Blakdeild Aftureldingar Blak

Íslandsmót Blaksambands Íslands lauk að Varmá í dag. Afturelding var með 5 lið á mótinu og 3 af þeim fóru á pall. 3.fl stúlkna A liða náðu 3.sætinu en þær eru allar á yngsta árinu af þremur í flokknum. Í 5.fl náði Afturelding einnig 3.sæti og í 3.fl. pilta gerðu Aftureldingarstrákarnir sér lítið fyrir og unnu alla leiki sína og urðu Íslandsmeistarar en þeir eru einnig flest allir á yngsta ári af þremur. Frábær árangur hjá blakkrökkunum okkar á mótinu. Til hamingju Afturelding,og til hamingju foreldrar og iðkendur fyrir frábært mót og frábæra spilamennsku.

Íslandsmót í blaki og krakkablaki um helgina

Blakdeild Aftureldingar Blak

Blakdeild Aftureldingar sér um Íslandsmótið í 3. og 5.flokki um helgina og verður spilað á laugardag frá kl 8:30 – 16:30 og á sunnudag frá kl 08:15-14:00. Spilað verður á 8 völlum samtímis á sunnudaginn og 7 á laugardaginn en frábær þátttaka er á mótinu og verða 47 lið frá 11 félögum hringinn í kring um landið sem mæta að Varmá.

U17 ára landsliðin komin til Kettering

Blakdeild Aftureldingar Blak

Unglingalandsliðin í blaki, U17 eru komin til Kettering í Englandi þar sem þau verða fram á mánudag. Mótið hefst annað kvöld og verður leikið föstudag, laugardag og sunnudag. Íslensku liðin héldu utan snemma í morgun og voru að koma til Kettering fyrir skömmu síðan. Ferðalagið gekk ágætlega en flogið var með Icelandair til Heathrow flugvallar og þaðan keyrt í tvo …

Kvennaliðið á toppi deildarinnar.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding tók á móti KA tvívegis í Mizunodeild kvenna um helgina. Einnig tók Afturelding á móti KA í karlaflokki á föstudag.

Afturelding vann Þrótt R 3-0

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding tók á móti Þrótti R að Varmá í dag.
Afturelding vann sannfærandi sigur – 3-0 eða 25-7, 25-11 og 25-2

Afturelding með öruggan sigur á Þrótti Neskaupsstað

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding og Þróttur N mættust öðru sinni í Mizuno-deild kvenna í blaki en sömu lið áttust við í gærkvöldi. Um endurtekið efni var að ræða þar sem Afturelding endurtók leikinn frá því í gær og vann nokkuð þægilegan sigur 3-0. Fyrsta hrinan fór 25-14, önnur hrinan fór 25-8. Í þriðju hrinu var um meiri spennu að ræða en svo fór að lokum að Afturelding vann hrinuna 25-23. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru Auður Anna Jónsdóttir og Karen Björg Gunnarsdóttir með 10 stig hvor. Hjá Þrótti var stigahæst María Rún Karlsdóttir með 9 stig.

Sigur á Þrótti Nes í kvöld, annar leikur á morgun kl 13:15

Blakdeild Aftureldingar Blak

Öruggur sigur Aftureldingar á Þrótti Neskaupsstað

Afturelding og Þróttur Neskaupsstað áttust við í Mizuno-deild kvenna í blaki og leikið var í N1 höllinni í Mosfellsbæ. Lið Þróttar Neskaupsstað kemur með mikið breytt lið til leiks frá fyrra ári og í liðinu eru margar ungar og efnilegar stelpur.

Leikmenn frá Aftureldingu í U17

Blakdeild Aftureldingar Blak

Landsliðsþjálfarar U17 ára landsliðanna hafa valið lokahópa sína fyrir ferðina til Kettering í Englandi. Miglena Apostolova og Filip Szewczyk hafa valið lokahópa sína fyrir U17 ára landsliðin sem halda til Kettering í lok október. Liðin spila í NEVZA móti U17 ára landsliða sem nú halda í annað sinn til Kettering í Englandi. Mótið í ár fer fram dagana 30. október …

Íslandsmót á Neskaupstað

Blakdeild Aftureldingar Blak

Um helgina fór fram Íslandsmót hausts hjá 2. og 4.flokki í umsjá Blakdeild Þróttar Neskaupstað. Blakdeild Aftureldingar sendi 1 lið í 4.flokki á mótið auk þess sem 2.flokks krakkar frá okkur spiluðu með pilta og stúlknaliði HK. 4.fl. liðið… okkar gerði sér lítið fyrir og varð í 2.sæti á mótinu en þetta er þeirra fyrsta mót í 4.flokki og þau …

U19 lið stúlkna

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding á fjóra leikmenn í U19 liði stúlkna sem fer til Danmerkur að spila á NEVZA (Norður-Evrópu) móti í blaki nú um miðjan október. Þær eru Alda Ólína Arnarsdóttir, Rósborg Halldórsdóttir, Sigdís Lind Sigurðardóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir. Við óskum stelpunum góðs gengis og erum stolt af okkar fólki.