Afturelding – haustmótsmeistarar

Blakdeild Aftureldingar Blak

Blakvertíðin er að rúlla af stað þessa dagana. Haustmót BLÍ fór fram í Fylkishöllinni í Árbæ í dag. Kvennalið Aftureldingar stóð uppi sem haustmótsmeistarar 2014. Karlaliðið tók einnig þátt en endaði í síðasta sæti.

Blak fyrir byrjendur – fyrir fullorðna

Blakdeild Aftureldingar Blak

Blakdeild Aftureldingar býður upp á byrjendanámskeið í blaki fyrir konur og verða æfingar á mánudögum kl 20.00 og á miðvikudögum kl 21:30. Allar konur sem hafa áhuga á að prufa eru velkomnar. Hámarks fjöldi miðast þó við 20 konur.

Þjálfaramál klár hjá Blakdeild

Blakdeild Aftureldingar Blak

Blakdeild Aftureldinga hefur gengið frá þjálfaramálum sínum fyrir komandi vertíð.
Apostol Apostolov verður áfram með Íslandsmeistarana í úrvalsdeild kvenna.
Rogerio Ponticelli hefur verið ráðin þjálfari karlaliðs blakdeildarinna. Ponticelli er frá Brasilíu og var ráðin þjálfari A landsliðs karla í mars og mun stýra landsliðinu fram yfir Smáþjóðarleikana á næsta ári. Hann er með hæstu þjálfaragráðu sem hægt er að fá frá Alþjóða blaksambandinu og verður frábær viðbót í góða þjálfaraflóru deildarinnar. Hann mun þjálfa úrvalsdeild karla, 2. og 3.flokk pilta og 1.-4. deild kvenna. Blakdeild Aftureldingar býður Rogerio velkomin í hópinn.

Blak búðir um helgina

Blakdeild Aftureldingar Blak

Um komandi helgi, 16.-18. maí, verður risa blakhelgi að Varmá. Þar verða haldnar afreksbúðir í blaki fyrir unglinga á aldrinum 14-19 ára.

Góð ferð á Öldungamót í blaki á Akureyri

Blakdeild Aftureldingar Blak

Blakdeild Aftureldingar vill senda þakkir fyrir vel skipulagt og skemmtilegt Öldungamót á Akureyri síðustu daga.
Afturelding sendi 5 lið til leiks, 4 kvennalið og 1 karlalið. Árangurinn var frábær, karlarnir unnu 3.deildina og a lið kvenna vann 2.deild. B liðið var í 2.sæti í 4.deild, c liðið í 4.sæti í 7.deild hársbreidd frá verðlaunum og d lið í 6.sæti í 8.deild.
Þetta þýðir að á næsta Öldungamóti á Neskaupstað 2015 mun Afturelding eiga sæti í 1.deild kvenna, 2.deild karla, 3.deild kvenna, 7.deild kvenna og 9.deild kvenna.
Alls var keppt í 15 kvennadeildum og 7 karladeildum og þátttakendur voru um 1300 alls.

Fjórar Aftureldingarstelpur í landsliðshóp

Blakdeild Aftureldingar Blak

Capriotti landsliðsþjálfari kvenna í blaki hefur tilkynnt 24 kvenna hóp fyrir komandi verkefni í júní þegar Smáþjóðariðill EM verður haldinn í Laugardalshöllinni.
Afturelding á fjóra leikmenn í þessum hópi.
Þær eru Auður Anna Jónsdóttir, Miglena Apostolova, Kristina Apostolova og Thelma Dögg Grétarsdóttir.

ÍSLANDSMEISTARAR 2014

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding landaði Íslandsmeistaratitlinum í blaki kvenna í kvöld að Varmá fyrir fullu húsi. Takk fyrir frábæran stuðning í kvöld.

Íslandsmeistarabikarinn fer á loft í kvöld

Blakdeild Aftureldingar Blak

Fjölmennum og styðjum blakstelpurnar í kvöld. Leikurinn hefst 19:30 að Varmá.
Staðan í einvígi Aftureldingar og Þróttar Nes er 2:2 og sigurvegari leiksins í kvöld mun hampa Íslandsmeistaratitlinum.
Fjölmennum rauðklædd á leikinn og hvetjum stelpurnar. Við viljum bikarinn í Mosó.