Varmá – mikil blakhelgi

Blakdeild AftureldingarBlak

Mikið verður um að vera í blakinu að Varmá þessa helgina. Kvennaliðið á möguleika á að tryggja sér deildarmeistaratitilinn ef þær ná sigri í öðrum af tveimur leikjum helgarinnar.

Bikarveisla um helgina

Blakdeild AftureldingarBlak

Kvennalið Aftureldingar er komið í undanúrslit í bikarnum og mætir Þrótti Nes kl 14 á laugardag. Fjölmennum og hvetjum stelpurnar í Laugardalshöllinni.

Bikarhelgi – miðasala

Blakdeild AftureldingarBlak

Bikarhelgi í Laugardalshöll – Undanúrslit á laugardag þar sem kvennalið Aftureldingar mætir Þrótti Nes kl 14.
Úrslit spiluð á sunnudag kl 13 konur og 15 karlar í beinni á RÚV.

Afturelding á toppnum þegar 2 leikir eru eftir.

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding hafði betur gegn HK í spennandi leik í efstu deild kvenna í blaki í kvöld en liðin mættust í Fagralundi í Kópavogi og lauk leiknum með 3-2 sigri gestanna úr Mosfellsbæ.

3-0 sigur á Þrótti Nes í dag !

Blakdeild AftureldingarBlak

Mikil spenna var fyrir leik Aftureldingar og Þróttar Neskaupsstaðar í dag í Mikasadeild kvenna þegar liðin í efsta sæti og þriðja sæti deildarinnar mættust að Varmá í Mosfellsbæ

Fyrir leikinn var staðan í deildinni þannig að Afturelding var efst með 26 stig eftir 10 leiki og Þróttur Neskaupsstað í þriðja sæti með 21 stig eftir 8 leiki.

Toppslagur í blakinu

Blakdeild AftureldingarBlak

Aftureldingarstelpurnar taka á móti Þrótti Nes á laugardag kl 12 að Varmá. Búast má við hörkuleik þar sem bæði lið hafa einungis tapað einum leik í vetur.

Dregið í undanúrslitum í bikarkeppninni

Blakdeild AftureldingarBlak

Mánudaginn 3.feb var dregið um hvaða lið mætast í undanúrslitum bikarkeppni BLÍ.
Lið Aftureldingar og Þróttar Nes í kvennaflokki mætast í öðrum leiknum og lið Þróttar Reykjavíkur og HK í hinum undanúrslitaleiknum.
Undanúrslitin fara fram laugardaginn 15.mars í Laugardalshöllinni og úrslitaleikirnir daginn eftir.

Bæði lið töpuðu fyrir HK í kvöld

Blakdeild AftureldingarBlak

HK stöðvaði sigurgöngu Aftureldingar í Mikasa deild kvenna í blaki í Fagralundi í kvöld og varð fyrst til að vinna Mosfellingana í vetur. Lokatölur urðu 3:0.

Karlaliðið tapaði fyrir Stjörnunni í Mikasadeildinni í blaki.

Blakdeild AftureldingarBlak

Fyrr í kvöld spiluðu kvennalið Aftureldingar og Stjörnunnar þar sem Afturelding hafði sigur en í seinni leik kvöldsins, þar sem áttust við karlalið félaganna, snérist dæmið við og Stjarnan vann 3-0

Stjarnan hafði tögl og haldir í fyrstu hrinu og vann hana 25-13. Í annari hrinu var jafnt á öllum tölum en í stöðunni 18-18 náði Stjarnan góðri rispu og móttökur hjá Aftureldingarstrákum fóru forgörðum og Stjarnan vann hrinuna 25-18. Í þriðju hrinu náði Stjarnan aftur undirtökunum og vann hrinuna 25-14.