Haustmót yngri flokka

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Helgina 12. og 13. nóvember fór fram Haustmót hjá yngri flokkum á vegum Fimleikasamband Íslands. Markmið mótsins er að skipta öllum liðum landsins í deildir fyrir keppnistímabilið á komandi vorönn. Fimleikadeild Afturelding sendi frá sér 4 stúlknalið og 3 drengjalið. Deildin okkar hefur mikið verið að bæta þjónustu og þjálfun á síðustu árum sem hefur leitt til meiri ánægju og …

Dósasöfnunn, sunnudaginn 30.Október

Ungmennafélagið Afturelding Fimleikar

Þessar fimleikastúlkur keppa á haustmóti Fimleikasambands Íslands á Egilsstöðum í næsta mánuði. Þangað þarf að fljúga og eru þær að safna fyrir ferðinni með því að safna dósum Þær verða einnig með Kökuhappdrætti og vonum við að þið takið vel á móti þeim þegar þær banka uppá Það má líka skilja dósirnar eftir fyrir utan. Áfram Afturelding

Viðbótatímar fyrir leikskólahópa hefjast 2. október

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar, Óflokkað

Skráningar í leikskólahópana hjá okkur hafa farið langt umfram það sem fimleikadeildin var að búast við. Deildin hefur búið til auka hóp til að mæta eftirspurn og fyrsta æfingin verður núna á sunnudaginn 2. október. Æfingarnar verða á sunnudögum klukkan 13:00-14:00 og eru í boði fyrir börn fædd 2017 og 2018. Ef þið viljið skrá barn sem er fætt 2018 …

Litadagar hjá fimleikadeildinni

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Fimleikadeildin var að klára skemmtilega litadaga. Mánudagurinn var gulur, þriðjudagur var rauður, miðvikudagar var grænn og fimmtudagurinn var blár. Þjálfarar deildarinnar tóku fullan þátt og voru virkilega ánægðir með undirtekt iðkenda. Þemadagar er eitthvað sem fimleikadeildina er að vinna með til þess að brjóta upp hefðbunda rútínu á æfingum. Hérna eru svo nokkrar skemmtilega myndir frá vikunni.

Afturelding fer á Evrópumót

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Afturelding á Evrópumót Dagana 14. – 17. September fer fram Evrópumótið í Hópfimleikum. Ísland sendir á mótið tvö lið í fullorðinsflokki eða kvennalið og karlalið. Í unglingaflokki verða send þrjú lið sem skiptast í stúlknalið, drengjalið og blandað lið unglinga sem er jafnt hlutfall stúlkna og drengja. Liðin hafa verið að æfa saman síðan í júní og langt allt undir …

Veturinn er hafinn !

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Fimleikadeildin er komin á fullt og hófst haustönnin okkar miðvikudaginn 24. ágúst. Skráningar fóru vel af stað og skipulagið hjá okkur gengur smurt. Gaman að segja frá því að við erum að fá nokkuð af nýjum eldri iðkendum inn til okkar sem er alltaf gaman að sjá. Það er ekkert mál að skrá sig í hópa hérna: https://www.sportabler.com/shop/afturelding/fimleikar Fimleikadeildinn vill …

Tímabilið klárað með stæl !

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Núna um helgina voru við með 4 lið á íslandsmóti unglinga sem er síðasta mótið á tímabilinu. Öll liðin fóru inn með mismunandi markmið og öll komu stollt út úr mótinu. Við viljum óska öllum liðinum okkar til hamingju með sýna flottu frammistöðu ! Strákarnir okkar sem eru núverandi Bikarmeistarar bættu við sig tveimur öðrum titlum um helgina. Þeir urður …

Magnaður árangur á Vormóti

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Síðustu helgi (21 og 22. maí) fór fram Vormót í hópfimleikum. Vormótið er síðasta mótið á keppnistímabilinu og áður en reglur nýlega breyttust þá var þetta alltaf Íslandsmót þar sem sterkustu lið landsins koma saman og keppa í getu og aldursskiptum flokkum. Það var umtalað á mótinu hvað liðin frá Aftureldingu stóðu sig vel, stuðningsmenn voru flottir og hversu fagleg …

Afturelding var að eignast landsliðsmenn !

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Fimleikasambandið heldur alltaf fyrir hvert Evrópumót úrtökuæfingar til þess að velja í landslið. Það er erfitt að komast inn á slíkar æfingar og en þá erfiðara að komast inn í landsliðshóp. Kröfurnar eru háar og frammistaðan þarf að vera góð. Fimleikasambandið var með slíka æfingu þann 7. maí síðast liðinn og þá voru 4 drengir frá Aftureldingu sem uppfylltu þessar …

Strákadeildin okkar stækkar !

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Hérna er skemmtileg myndband af elsta hópnum okkar sem eru ríkjandi Bikarmeistarar. Það verður gaman að fylgjast með drengjunum á þessu ári þar sem þeir eiga eftir að berjast um Íslandsmeistaratitilinn núna í lok maí og svo eru drengirnir að fara í úrtökur fyrir landsliðshóp. Þetta myndband er gert til þess að hvetja drengi til þess að koma og prófa …