Hlaupanámskeið Aftureldingar

Frjálsíþróttadeildar AftureldingarFrjálsar

Hlaupanámskeið Aftureldingar halda áfram. Nú er þriðja námskeiðið að klárast og það fjórða að hefjast. Námskeiðin hafa heppnast frábærlega og henta öllum getustigum, frá byrjendum til ultra hlaupara. Þétt prógram frá úrvalsþjálfurum, allar æfingar settar fram í lokuðum facebook hóp með góðum leiðbeiningum og þátttakendur frá vildarkjör hjá nokkrum söluaðilum með hlaupa- og útivistarföt. Skráning fer fram hér: https://www.sportabler.com/shop/afturelding/frjalsar

Sumarönnin

Frjálsíþróttadeildar AftureldingarFrjálsar

Kæru iðkendur og forráðamenn, Þá er vorönninni lokið hjá okkur í frjálsum og við vonum að iðkendur hafi notið þess að æfa með okkur á því tímabili sem er að líða. Okkur barst styrkur frá Krónunni í vetur sem við nýttum til áhaldakaupa og hafa iðkendur notið góðs af því seinni hluta vetrar. Æfingarnar hafa því verið fjölbreyttar, árangursríkar og ekki síst skemmtilegar. …

Ungmennafélagið AftureldingFrjálsar

Næsta hlaupanámskeið frjálsíþróttadeildar Aftureldingar hefst þann 6.júní. Námskeiðin eru fyrir öll geturstig, allt frá byrjendum til þeirra sem hafa hlaupið í lengri tíma. Vikulegar gæðaæfingar undir stjórn þjálfara kl 17.30   Skráning er hafin í gegnum Sportabler – HÉR

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar 28. apríl

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Frjálsar

Kæru foreldrar og forráðamenn, Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl kl. 18:00 á skrifstofu Aftureldingar Á fundinum verða fundarstörf þessi: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári. 4. Gjaldkeri deildar leggur fram reikninga deildarinnar til samþykktar. 5. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar. 6. Kosningar: a) Kosinn …

Hlaupanámskeiðin halda áfram

Ungmennafélagið AftureldingFrjálsar

Um miðjan febrúar fór frjálsíþróttadeildin af stað með metnaðarfullt 8 vikna hlaupanámskeið fyrir öll getustig. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum en hátt í 60 manns, allt frá byrjendum til þaulreyndra hlaupara hafa notið þess að hlaupa og taka á því með okkur. Eftir frábærlega heppnað fyrsta námskeið ætlum við að halda fjörinu áfram fram á haust þar sem þú …

Hlaupanámskeið Aftureldingar – kynningarfundur

Ungmennafélagið AftureldingFrjálsar

Kynningarfundur um hlaupanámskeið Aftureldingar verður haldinn í Vallarhúsinu að Varmá fimmtudaginn 3 febrúar kl 19.30. Hægt er að mæta á staðinn á meðan húsrúm og sóttvarnarreglur leyfa – en honum verður einnig streymt. Allir velkomnir  – FUNDARBOÐ Hér er hægt að finna allar frekari upplýsingar um námskeiðið Skráning fer fram á Sportabler.

Hlaupanámskeið Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingFrjálsar

8 vikna hlaupanámskeið fyrir öll getustig, allt frá byrjendum til þeirra sem hafa hlaupið í lengri tíma. Námskeiðið sameinar hlaupaæfingar, markvissa styrktarþjálfun, fræðslu um næringu og aðra þætti sem skipta lykilmáli fyrir árangur og ánægju á hlaupunum. Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 3. febrúar í Vallarhúsinu að Varmá. Honum verður einnig streymt HÉR.  Markmiðið er að námskeiðið marki upphaf hlaupahóps Aftureldingar …

Álafosshlaupið 100 ára

Ungmennafélagið AftureldingFrjálsar

Álafosshlaupið fer að venju fram þann 12. júní í Mosfellsbæ, ræst verður kl 10.00. Boðið verður upp á 10 km og 5 km hlaup sem eru að mestu á malarstígum um holt og hæðir í Mosfellsbæ. Hlaupið er eftir merktum leiðum, en samt óvenjulegum, göngustígum og malarvegum. Á brattann er að sækja fyrri helming en síðan er farinn malarvegur eða …

Þjálfarar óskast fyrir yngri flokka í frjálsum íþróttum

Frjálsíþróttadeildar AftureldingarFrjálsar

Ungmennafélagið Afturelding (UMFA) óskar eftir þjálfara/þjálfurum til að þjálfa yngri flokka í frjálsum íþróttum. Möguleiki er einnig á að viðkomandi komi inn í aðstoð og afleysingar við þjálfun eldri flokka. Umsóknir og fyrirspurnir er hægt að senda til stjórnar frjálsíþróttadeildarinnar á netfangið: frjalsar@afturelding.is Áhugasamir geta einnig haft samband við Teit Inga í síma 842-2101 eða Guðrúnu Björgu í síma 694-4906 …