N1 deild karla handbolti oddaleikur þriðjudag kl 19.30.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Á morgun þriðjudag fer fram oddaleikur að Varmá við Selfoss og hefst hann kl 19.30.Afturelding sigraði fyrsta leik liðana á fimmtudag með 5 marka mun en Selfoss sigraði svo í leik númer tvö á laugardag með eins marks mun 26-25 i æsispennandi leik á Selfossi.Leikurinn á morgun er hreinn úrslitaleikur um að halda áfram keppninni og sigurvegarinn í leiknum á …

Sigur á Selfossi í fyrsta leik í umspili.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Afturelding og Selfoss léku fyrsta leik sinn í umspili um sæti í N1 deild á næsta ári að Varmá í gær. Heimamenn unnu öruggan sigur 30-25 eftir að stað í hálfleik var 17-9 fyrir Aftureldingu. Mosfellingar byrjuðu leikinn að krafti og náðu góðri forystu, en svo jafnaðist leikurinn um miðjan fyrri hálfleik. Undir lok hálfleiksins tóku leikmenn Aftureldingar góðan sprett …

N1 deild karla handbolti umspil.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

N1 deild karla handbolti umspil.Afturelding – Selfoss fimmtudaginn 19. apríl kl 19.30. Afturelding spilar fyrsta leik sinn í umspili um að halda sæti sínu í N1 deildinni á fimmtudaginn 19. apríl sumardaginn fyrsta kl 19.30 að Varmá.Andstæðingarnir eru 1.deildar lið Selfoss. Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram og það lið sem gerir það mætir Viking eða Stjörnunni, síðar …

Pétur Júníusson valin í u-20 ára landslið karla

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Pétur Júníusson hefur verið valin í u-20 ára landslið karla sem munu leika í undankeppni EM hér á landi um páskana. Liðið er þar í riðli með Bosníu og Eistlandi og kemst eitt lið áfram í lokakeppnina sem leikin verður í Tyrklandi í sumar. Leikið verður í Víkinni. Leikplan riðilsins er: Föstudagur 6.apríl Bosnía Herzegovína – Ísland kl.15.00 Laugardagur 7.apríl …

Bjarki Snær í u-18 landsliði karla

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Bjarki Snær Jónsson markvörður hefur verið valin í hóp U 18 ára landslið karla sem mun leika í undankeppni EM í Tyrklandi helgina 13.-15. Apríl. Leikið verður í Antalya. Ísland er þar í riðli ásamt Englandi, Moldavíu og Tyrklandi og kemst eitt lið áfram í lokakeppnina sem leikin verður í Hollandi í sumar. Leikir liðsins Föstudagur 13.apríl Ísland – England …

Risabingó á hvíta riddaranum 4.apríl.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Aftureldingarbingó til styrktar meistaraflokki kvenna í handbolta verður haldið á Hvíta Riddaranum 4.apríl kl 20:31

Glæsilegir vinnar í boði.

N1 deild karla í handbolta

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Afturelding fær Gróttu í heimsókn á morgun föstudag 30.mars kl 19:30.
Hvet alla til að mæta á leikinn og styðja strákana okkar.

Áfram Afturelding

Aðalfundur handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Aðalfundur handknattleiksdeildar Aftureldingar Verður haldinn miðvikudaginn 21.Mars 2011og hefst kl. 18:00 Fundarstaður Skólastofa 6 fyrir utan íþróttamiðstöðina Varmá Mosfellsbæ   Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf 1. Kosning fundarstjóra2. Kosning fundarritara3. Skýrsla stjórnar lögð fram4. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram5. Umræður um skýrslu stjórnar6. Umræður og atkvæðagreiðsla um reikninga7. Kosning formanns8. Kosning í meistaraflokksráð 9. Kosning í barna- og unglingaráð10. Önnur mál f.h. stjórnar handknattleiksdeildar …

Júmboys bikarmeistarar utandeildar

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Júmboys varð á föstudag bikarmeistari utandeildar eftir sigur á ÍR 29-27 í framlengdum leik í Laugardalshöll. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 22-22 en Júmboys leiddi í hjálfleik 12-11.

Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Jumboys strákunum innilega til hamingju.