Íþróttakona Aftureldingar og efnilegir unglingar 2015

Karatedeild Aftureldingar Karate

Telma Rut Frímannsdóttir hlaut titilinn íþróttakona Aftureldingar 2015 núna um helgina. Telma hefur fimm sinnum hlotið tilnefningu og er vel að titlinum komin.

Á Uppskeruhátíð í Varmá í s.l. viku hlutu þau Máni Hákonarson og Valdís Ósk Árnadóttir viðurkenningar. Máni fyrir Íslandsmeistaratitil og bikartitla á árinu 2015 og þá fengu þau bæði viðurkenningu í flokknum efnilegir unglingar 2015.

Karatedeildin er afar stolt af sínu afreksfólki og óskar þeim Telmu Rut, Mána og Valdís Ósk til hamingju með frábæran árangur

Dagskrá vorannar

Karatedeild Aftureldingar Karate

Hér er listi yfir helstu viðburði hjá karatedeildinni á vorönn. Sem fyrr er von á meistara Sensei Steven Morris í febrúar og gefst þá öllum iðkendum deildarinnar tækifæri til að taka þátt í æfingabúðum og KOI móti í Varmá. Það er mikil stemning að æfa í stórum hóp í tvöföldum bardagasal með úrvals leiðbeinendum og KOI mótið er tilvalið æfingamót fyrir yngri iðkendur sem og eldri.

Karate: æfingar hefjast hjá byrjendum 6. janúar

Karatedeild Aftureldingar Karate

Æfingar fyrir byrjendur hefjast samkvæmt tímatöflu miðvikudaginn 6. janúar. Tímatöflu er að finna vinstra megin á síðu karatedeildarinnar. Allar æfingar fara fram í nýjum bardagasal Aftureldingar í íþróttamiðstöðinni við Varmá fyrir utan byrjendaæfingar fullorðinna sem fara fram í Egilshöll.

Karateæfingar hefjast að nýju 5. janúar

Karatedeild Aftureldingar Karate

Þá er haustönn lokið og iðkendur stóðu sig svo sannarlega með sóma í beltaprófum núna í desember. Við viljum óska byrjendum sérstaklega til hamingju með nýju beltin og vonumst til að sjá þau hress og kát í janúar.

Hálfnuð í átt að stóra mark­miðinu

Karatedeild Aftureldingar Karate

Telma Rut Frí­manns­dótt­ir úr Aft­ur­eld­ingu varði titla sína á Íslands­mót­inu í kumite sem fram fór á laugardag. Telma hrósaði sigri í +61 kg flokki sem og í Opn­um flokki, en þetta er sjötta árið í röð sem hún sigr­ar í opna flokkn­um. Hún hef­ur sigrað í hon­um síðan hún fékk ald­ur til að keppa þar, átján ára göm­ul.

Spennandi ár framundan! Æfingar hefjast 1. september

Karatedeild Aftureldingar Karate

Æfingar karatedeildarinnar í framhaldshópum hefjast þriðjudaginn 1. september. Byrjendaæfingar hefjast viku síðar eða 7. september. Hægt er að mæta frítt í prufutíma fyrstu tvær vikurnar.

Sumaræfingar í karate

Karatedeild Aftureldingar Karate

Boðið verður uppá æfingar á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30-18:30 á tímabilinu 8. júní til 13. júlí undir stjórn Sensei Willem C Verheul. Opið fyrir alla iðkendur deildarinna þeim að kostnaðarlausu.

Nýir svartbeltarar

Karatedeild Aftureldingar Karate

Nú á dögunum bættust tveir svartbeltarar í hópinn hjá karatedeildinni. Þetta eru þeir Matthías Eyfjörð og Hrafnkell Haraldsson sem lagt hafa stund á karate hjá Aftureldingu um margra ára skeið.

Æfingabúðir með Sensei Steven Morris og KOI mót

Karatedeild Aftureldingar Karate

Til stórra tíðinda dregur í lok mars mánaðar þegar Sensei Steven Morris, 7. dan, frá Skotlandi sækir karatedeildir Aftureldingar og Fjölnis heim. Auk Steven kemur einnig til landsins Sensei Paul Lapsley, 5. dan, en þetta er hans fyrsta heimsókn til Íslands. Helgina 27. – 29. mars verða æfingabúðir og æfingamót fyrir iðkendur beggja félaga í tilefni af komu meistaranna. Um sannkallaða karateveislu er að ræða.