Unnu til verðlauna á Gautaborg Open

Karatedeild Aftureldingar Karate

Alls tóku 634 keppendur þátt frá tólf löndum í Gautaborg Open að þessu sinni. Keppt var í barna, unglinga og fullorðinsflokki. Liðsmenn Aftureldingar, þeir Matthías Eyfjörð, Máni Hákonarson og Þórður Henrysson unnu allir til verðlauna á mótinu. Máni vann silfur í sínum flokki í einstaklings kumite og Þórður tók bronsverðlaun. Matthías tapaði naumlega í baráttu um brons í kumite cadet -70 kg og lenti í fimmta sæti. Í einstaklingskeppni í kata hlaut Þórður brons en Matthías og Máni lentu þar í fimmta sæti í mjög sterkum riðli. Loks hlutu þeir félagar brons og bikar í hóp kumite eftir að hafa tapað fyrir geysi sterku liði frá Noregi sem vann til gullverðlauna. Þeir Matthías, Máni og Þórður stóðu sig framúrskarandi vel á þessu fjölmenna móti og voru deildinni til sóma.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Mána og Þórð á verðlaunapalli fyrir keppni í einstaklings kumite.