Glæsilegur árangur á Íslandsmeistaramóti

Karatedeild Aftureldingar Karate

Á barnamótinu hlaut Dóra Þórarinsdóttir 3. sæti í einstaklingskata 10 ára og þeir Sverrir, Axel og Patrekur 3. sæti í hópkata 9 ára og yngri. Á unglingamótinu unnu öll hópkata lið Aftureldingar til bronsverðlauna. Hópkata lið 15 ára voru skipuð Matthíasi, Mána og Þórði, og Öglu, Elínu Björgu og Heiðu. Hópkata lið 12 ára var skipað þeim Þorgeiri, Gunnari og Huga Tór. Í einstaklingskata á unglingamóti unnu eftirtaldir til verðlauna: Þórður Jökull Henrysson 2. sæti piltar 15 ára, Matthías Eyfjörð og Máni Hákonarson 3. sæti piltar 15 ára, Elín Björg Arnardóttir 3. sæti stúlkur 15 ára, Oddný Þórarinsdóttir 3. sæti stúlkur 13 ára og Þorgeir Björgvinsson 3. sæti piltar 12 ára. Þetta er í fyrsta sinn sem Aftureldingar raðar sér á verðlaunapall með stærri félögum í liðakeppninni og óhætt að segja að karatedeildin er afar stolt af sínu keppnisfólki.

Þann 19. maí n.k. kl. 17.00 verður haldin vorsýning hjá karatedeildinni þar sem foreldrar iðkenda og aðrir áhugasamir fá tækifæri til að kynnast greininni betur og sjá hvernig æfingar fara fram.