Frá stjórn karatedeildar

Karatedeild AftureldingarKarate

Karateæfingar, byrjenda-BÖRN, hefjast mánudaginn 8. september og fara þær æfingar fram í hátíðarsal Varmárskóla. Gengið er beint inn í salinn utan frá og æft verður á eftirfarandi tímum: Mánudagar 16:30 – 17:15 byrjendur yngri, 6-9 ára 17:15 – 18:00 byrjendur eldri, 10-12 ára Miðvikudagar 16:30 – 17:15 byrjendur yngri, 6-9 ára 17:15 – 18:00 byrjendur eldri, 10-12 ára Byrjendaæfingar barna …

Æfingar í karate að hefjast!

Karatedeild AftureldingarKarate

Æfingar framahaldshópa og fullorðinna byrjenda í karate hefjast þriðjudaginn 2. september i Varmá. Iðkendur/forráðamenn hafa fengið sendan tölvupóst varðandi æfingatíma og hópaskiptingar.

Æfingabúðir með Sensei Steven Morris, 7. dan, frá Kobe Osaka Int.

Karatedeild AftureldingarKarate

Sensei Steven Morris, 7. dan, frá Kobe Osaka Int. mun halda æfingabúðir nk. helgi fyrir framhaldsiðkendur í karate (III flokk, II flokk, I flokk og ungl./fullorðinshóp). Karatedeild Aftureldingar hefur verið aðili að þessum samtökum í fjölda ára og Sensei Steven Morris hefur nánast komið árlega og haldið samskonar æfingabúðir sem reynst hafa iðkendum afar vel.

Aðalfundur karatedeildar, þriðjudaginn 11. mars

Karatedeild AftureldingarKarate

Aðalfundur karatedeildar Aftureldingar verður haldinn þriðjuudaginn 11. mars klukkan 18:00-18:45 í gámnum við íþróttahúsið, Varmá.

Dagskrá fundarins:

1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og borin undir atkvæði.
4. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári.
5. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar, sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera aðalstjórnar.
6. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar.
7. Kosningar:
a) Kosinn formaður.
b) Kosinn helmingur meðstjórnenda til tveggja ára í senn.
8. Önnur mál.
9. fundarslit.

Allir velkomnir!

Telma Rut valin íþróttakona Mosfellsbæjar

Karatedeild AftureldingarKarate

Telma Rut Frímannsdóttir var valin Íþróttakona Mosfellsbæjar s.l. fimmtudagskvöld. Telma Rut er afrekskona í karate, hefur æft iþróttina frá unga aldri, er margfaldur Íslandsmeistari en hún keppir einnig og æfir með landsliðinu í karate og hefur náð frábærum árangri á mótum erlendis. Telma Rut er einnig Íþróttakona Aftureldingar 2012-2013 og Íþróttakona Karatesambands Íslands 2013.

Með Telmu Rut á myndinni er Valdís Ósk Árnadóttir en hún hlaut viðurkenningu sem efnilegasta stúlkan í karate á aldrinum 12-16 ára. Kári Haraldsson hlaut einnig viðurkenningu sem efnilegasti pilturinn í karate á aldrinum 12-16 ára. Þá fékk hann einnig viðurkenningu fyrir Íslandsmeistaratitil í karate 2013. Þórarinn Jónson fékk einnig viðurkenningu fyrir að lenda í 1. sæti í heildarúrslitum Bushidomótanna 2012-2013.

Frábær árangur hjá karatekrökkum Aftureldingar!!

Frítt í prufutíma í karate fyrir byrjendur

Karatedeild AftureldingarKarate

Byrjendaæfingar í karate hefjast í dag, 2. september. Æfingagjöld eru 18.000.- kr. og karatepeysa fylgir æfingagjöldum. Fríar prufuæfingar í tvær vikur.

Karateæfingar hefjast þriðjudaginn 27. ágúst

Karatedeild AftureldingarKarate

Karatestarfið hefst þriðjudaginn 27. ágúst með æfingum hjá framhaldshópum í karate. Byrjendanámskeið hefjast mánudaginn 2. september og verða þau auglýst síðar.

Beltapróf 7. júní

Karatedeild AftureldingarKarate

Föstudaginn 7. júní verða beltapróf hjá karatedeild Aftureldingar. Þann dag verða einungis beltapróf, engir karatetímar, og prófdómari verður yfirþjálfari deildarinnar Willem C. Verheul, 2. dan. Prófin verða í karatesalnum í Varmá.