Hálfnuð í átt að stóra mark­miðinu

Karatedeild Aftureldingar Karate

Þrátt fyr­ir það er Telma hvergi nærri södd, en hún seg­ir mark­miðið að ná Eddu Blön­dal hvað titla­söfn­un varðar, en hún var Íslands­meist­ari tólf ár í röð.
„Þetta er mjög gam­an, en mark­miðið er að toppa Eddu. Hún vann tólf ár í röð. Þetta er stórt mark­mið, en ég er hálfnuð. Það er al­veg hægt að reyna það,“ sagði Telma Rut við mbl.is í dag, með fangið fullt af verðlaun­um.

Telma hef­ur verið í fremstu röð kara­tefólks hér á landi um ára­bil, en hvernig fannst henni mót­spyrn­an í dag? „Mér fannst úr­slit­in í +61 kg flokki erfiðasta viður­eign­in, gegn Katrínu [Ing­unni Björns­dótt­ur]. Hún kom sterk inn og þess­ar ungu stelp­ur eru að koma á næsta ári inn í opna flokk­inn. Þá fær maður meiri mót­spyrnu,“ sagði Telma.

Hún hef­ur verið á ferð og flugi á ár­inu. Hún keppti meðal ann­ars á fyrstu Evr­ópu­leik­un­um í Bakú í sum­ar og í síðasta mánuði var hún í eld­lín­unni á heims­bikar­mót­um.
„Ég fór til Þýska­lands og Aust­ur­rík­is á heims­bikar­mót og gekk mjög vel í Aust­ur­ríki,“ sagði Telma, en þar endaði hún í 7.-8. sæti í -68 kg flokki. Hún kepp­ir ekk­ert meira er­lend­is á ár­inu en fer til Par­ís­ar í janú­ar á heims­bikar­mót. Aðspurð hvert hún stefn­ir stend­ur held­ur ekki á svari.
„Ég ætla bara að halda áfram og reyna enn að bæta mig. Mér finnst þetta alltaf jafn gam­an, sér­stak­lega þegar maður hef­ur eitt­hvað að stefna að,“ sagði Telma, en það vek­ur at­hygli að hún er ein kepp­enda á Íslands­mót­inu sem kepp­ir und­ir merkj­um Aft­ur­eld­ing­ar.
„Það eru svo ung­ir krakk­ar að æfa þetta hjá Aft­ur­eld­ingu. Minn ald­urs­flokk­ur hætti eig­in­lega all­ur eða fór í önn­ur fé­lög, en það eru nokkr­ir ung­ling­ar von­andi að fara að koma upp. Ég er að reyna að þjálfa krakk­ana og hjálpa þeim. Það er gott að vera góð fyr­ir­mynd fyr­ir krakk­ana,“ sagði Íslands­meist­ar­inn Telma Rut Frí­manns­dótt­ir í sam­tali við mbl.is um helgina.