Keiluhöllin nýr bakhjarl Meistaraflokks karla í knattspyrnu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Á dögunum var undirritaður bakhjarlssamningur við Keiluhöllina í Egilshöll. Samningurinn er til tveggja ára. „Það er mér sannur heiður að styðja við bakið á Aftureldingu og því góða starfi sem þar fer fram.  Við sem stöndum að Keiluhöllinni og Shake & Pizza höfum viljað styðja við bakið á íþróttafélögum í okkar næsta nágrenni. Við erum í næsta nágrenni við Mosfellsbæ …

Amanda Mist og Sigrún Gunndís í Aftureldingu/Fram

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Sameiginlegt lið Aftureldingar/Fram hefur samið við þær Amöndu Mist Pálsdóttur og Sigrúnu Gunndísi Harðardóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili. Amanda Mist er fædd árið 1995 og kemur til félagsins frá Völsungi þar sem hún hefur leikið síðastliðin tvö tímabil, þar áður spilaði Amanda með Þór/KA. Þá hefur Amanda skorað 10 mörk í 24 leikjum fyrir fyrrgreind félög. …

Liverpoolskólinn 2017

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Afturelding og Þór á Akureyri í samvinnu við Liverpoolklúbbinn á Íslandi kynna Knattspyrnuskóla Liverpool árið 2017 á Tungubökkum og Hamri á Akureyri

NÝHÚS styðja við bakið á meistaraflokki karla í knattspyrnu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Byggingafélagið NÝHÚS, sem reisir glæsilegt fjölbýli í Helgafellslandi, undirritaði tveggja ára samstarfssamning í vikunni við meistaraflokk karla í knattspyrnu. Á myndinni eru þeir Eyþór og Máni frá NÝHÚS ásamt Ásbirni Jónssyni, formanni meistaraflokksráðs karla, við undirritun samningsins. Merki NÝHÚS byggingafélags verður bæði á keppnistreyju sem og á æfingatreyju meistaraflokks karla næstu tvö árin. Knattspyrnudeild Aftureldingar þakkar Byggingafélaginu NÝHÚS fyrir góðan stuðning …

Hrímnir styrkir meistaraflokk karla

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Í vikunni handsöluðu þeir Rúnar Þór Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Hrímnis og Ásbjörn Jónsson, formaður mfl. ráðs karla tveggja ára samstarfssamning. Merki Hrímnis verður á keppnisbúningum meistarflokks karla næstu 2 árin en einnig munu meistaraflokkur og Hrímnir standa saman að sérstökum æfingum fyrir yngri iðkendur í byrjun sumars. Knattspyrnudeild Aftureldingar þakkar Hrímni fyrir frábæran stuðning og hlakkar til samstarfsins.

Fasteignasala Mosfellsbæjar styrkir mfl. karla í knattspyrnu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Fasteignasala Mosfellsbæjar hefur um árabil stutt vel við bakið á knattspyrnudeild Aftureldingar. Nú hefur þessu gæfuríka samstarfi verið framlengt um a.m.k. tvö ár og var það staðfest þegar Einar Páll Kjærnested hjá Fasteignasölunni og Ásbjörn Jónsson f.h. mfl. ráðs karla undirrituðu samning þess efnis. Meistaraflokkur karla í knattspyrnu þakkar Fasteignasölu Mosfellsbæjar fyrir tryggan og góðan stuðning. 

Sigurður Hrannar nýr markmannsþjálfari

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Nú í byrjun janúar tók til starfa hjá barna-og unglingaráði nýr markmannsþjálfari, en hann heitir Sigurður Hrannar Björnsson og mun hann einnig verja mark meistaraflokks karla í sumar.Markmannsæfingarnar verða á eftirfarandi tímum fyrir yngri flokka Aftureldingar: Fimmtudaga 17:00 – 18:00 fyrir 6. flokk og 5. flokk karla og kvenna Föstudaga 16:30 – 17:30 fyrir 4. flokk og 3. flokk karla og …

Cecilía Rán valin í æfingahóp U16

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Cecilía Rán var boðuð á landsliðsæfingar U16 um síðustu helgi. Dean Martin nýráðinn landsliðsþjálfari stjórnaði æfingunum og stóð hún sig vel alla þrjá dagana. Cecilía á framtíðina fyrir sér og hefur hún undanfarið verið boðuð til æfinga með meistaraflokki félagsins.

Afturelding og FRAM tefla fram sameiginlegu kvennaliði

Knattspyrnudeild Afturelding, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Aftureldingar og knattspyrnudeild FRAM hafa gert með sér samkomulag um að senda sameiginlegt lið meistaraflokks kvenna til keppni á komandi keppnistímabili.Viðræður um málið hafa staðið yfir um skeið en þessi tvö félög hafa átt í farsælu samstarfi með yngri flokka kvenna á síðustu árum. Samningurinn er til þriggja ára, nær yfir næstu þrjú keppnistímabil í fótbolta þannig félögin eru að …

Knattspyrnudómara námskeið 24. janúar

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Knattspyrnudeild Aftureldingar stendur fyrir dómaranámskeiði fyrir iðkendur og foreldra deildarinnar. Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 24. janúar í Varmárskóla yngri deild og stendur á milli kl. 20:00 – 22:00. Þetta er ein leið til þess að taka þátt í starfi barna sinna í knattspyrnu og mikilvægt að félagið haldi úti öflugum hópi dómara til að manna leiki félagsins. Hvetjum við foreldra til …