Verktakafyrirtækið Fagverk ehf. og meistaraflokkur Knattspyrnudeildar Aftureldingar hafa gert með sér samstarfssamning. Samningurinn er einstakur að mörgu leyti og afar rausnarlegt framlag Fagverks til knattspyrnudeildarinnar. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskrift samningsins en það voru þeir Ásbjörn, formaður mfl. ráðs og Vilhjálmur, eigandi Fagverks, sem undirrituðu samninginn.
Afturelding úr leik í bikarnum
Keppni í Borgunarbikarkeppni karla hófst nú á dögunum og á sunnudag mættust Afturelding og Grótta í stórleik 1.umferðar á Varmárvelli.
Ester Lilja, Matthildur og Rakel Lind til liðs við Aftureldingu/Fram
Afturelding/Fram hefur samið við þær Ester Lilju, Matthildur og Rakel Lind um að leika með liðinu á komandi tímabili. Ester Lilja Harðardóttir kemur til félagsins frá HK/Víking en Ester er uppalin hjá Breiðablik. Ester Lilja er ungur og efnilegur leikmaður sem spennandi verður að fylgjast með á komandi árum, en Ester er fædd árið 1999 og því enn gjaldgeng í …
Bjarki Steinn með sitt fyrsta mark í stórsigri Aftureldingar
Bjarki Steinn Bjarkason skoraði sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk karla í gærkvöldi. Bjarki Steinn er á yngsta ári í 2. flokki og lék hann 20 mínútur í leik gegn KH í Lengjubikar í gær og skoraði þar flott mark. Afturelding vann 6-1 stórsigur í leiknum þar sem Andri Freyr Jónasson var tvívegis á skotskónum. Framtíðin er björt í Mosfellsbænum, en auk …
Vinningsnúmer í happdrætti
Dregið var í sameiginlegu happdrætti 3. og 4. flokk kvenna hjá Fram/Aftureldingu í gærmorgun hjá Sýslumanni. Vinningaskrá má sjá hér að neðan. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir stuðninginn. Einnig óskum við vinningshöfum til hamingju með verðlaunin. Vinningum verður komið til vinningshafa eftir fremsta megni en ef ekki næst í vinningshafa getur hann haft samband á skrifstofu …
Keiluhöllin nýr bakhjarl Meistaraflokks karla í knattspyrnu
Á dögunum var undirritaður bakhjarlssamningur við Keiluhöllina í Egilshöll. Samningurinn er til tveggja ára. „Það er mér sannur heiður að styðja við bakið á Aftureldingu og því góða starfi sem þar fer fram. Við sem stöndum að Keiluhöllinni og Shake & Pizza höfum viljað styðja við bakið á íþróttafélögum í okkar næsta nágrenni. Við erum í næsta nágrenni við Mosfellsbæ …
Amanda Mist og Sigrún Gunndís í Aftureldingu/Fram
Sameiginlegt lið Aftureldingar/Fram hefur samið við þær Amöndu Mist Pálsdóttur og Sigrúnu Gunndísi Harðardóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili. Amanda Mist er fædd árið 1995 og kemur til félagsins frá Völsungi þar sem hún hefur leikið síðastliðin tvö tímabil, þar áður spilaði Amanda með Þór/KA. Þá hefur Amanda skorað 10 mörk í 24 leikjum fyrir fyrrgreind félög. …
Liverpoolskólinn 2017
Afturelding og Þór á Akureyri í samvinnu við Liverpoolklúbbinn á Íslandi kynna Knattspyrnuskóla Liverpool árið 2017 á Tungubökkum og Hamri á Akureyri
NÝHÚS styðja við bakið á meistaraflokki karla í knattspyrnu
Byggingafélagið NÝHÚS, sem reisir glæsilegt fjölbýli í Helgafellslandi, undirritaði tveggja ára samstarfssamning í vikunni við meistaraflokk karla í knattspyrnu. Á myndinni eru þeir Eyþór og Máni frá NÝHÚS ásamt Ásbirni Jónssyni, formanni meistaraflokksráðs karla, við undirritun samningsins. Merki NÝHÚS byggingafélags verður bæði á keppnistreyju sem og á æfingatreyju meistaraflokks karla næstu tvö árin. Knattspyrnudeild Aftureldingar þakkar Byggingafélaginu NÝHÚS fyrir góðan stuðning …
Hrímnir styrkir meistaraflokk karla
Í vikunni handsöluðu þeir Rúnar Þór Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Hrímnis og Ásbjörn Jónsson, formaður mfl. ráðs karla tveggja ára samstarfssamning. Merki Hrímnis verður á keppnisbúningum meistarflokks karla næstu 2 árin en einnig munu meistaraflokkur og Hrímnir standa saman að sérstökum æfingum fyrir yngri iðkendur í byrjun sumars. Knattspyrnudeild Aftureldingar þakkar Hrímni fyrir frábæran stuðning og hlakkar til samstarfsins.