Ester Lilja, Matthildur og Rakel Lind til liðs við Aftureldingu/Fram

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Afturelding/Fram hefur samið við þær Ester Lilju, Matthildur og Rakel Lind um að leika með liðinu á komandi tímabili. Ester Lilja Harðardóttir kemur til félagsins frá HK/Víking en Ester er uppalin hjá Breiðablik. Ester Lilja er ungur og efnilegur leikmaður sem spennandi verður að fylgjast með á komandi árum, en Ester er fædd árið 1999 og því enn gjaldgeng í 2.flokk félagsins.

Matthildur Þórðardóttir er öflugur miðvörður sem er uppalin í Stjörnunni. Matthildur er fædd árið 1993 og hefur leikið ásamt Stjörnunni með Álftanesi og Haukum. Matthildur lék síðast með Álftanesi árið 2014 og er því að taka fram skóna á ný til að leika með Aftureldingu/Fram á komandi tímabili.

Rakel Lind Ragnarsdóttir sem er fædd árið 1995 gengur í raðir félagsins frá Grindavík þar sem hún lék seinni hluta síðasta tímabils, Rakel Lind tók þátt í að koma Gindavík upp um deild síðastliðið sumar. Rakel er öflugur framherji sem byrjaði ung að árum að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki en Rakel lék aðeins 15 ára gömul sinn fyrsta meistaraflokksleik með uppeldisfélagi sínu HK/Víking.

Þá var Rakel á yngsta ári í 2.flokki HK/Víkings árið 2012 þegar hún skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark. En Rakel lék 16 mótsleiki það ár og skoraði 7mörk og tók þátt í að koma HK/Víking upp í úrvalsdeild það ár. Þá hefur Rakel tekið þátt í verkefnum með u17 ára landsliði Íslands og skoraði eitt mark í sigri gegn Færeyjum í einu af verkefnum landsliðsins.

„Félagið er í óða önn að styrkja hópinn í kringum þær stúlkur sem fyrir eru, byggt er til framtíðar og passa þær Ester Lilja, Matthildur og Rakel Lind vel inn í þau plön og hlakkar félagið til samstarfs við þær stúlkur. Félagið býður stúlkurnar hjartanlega velkomnar til félagsins,“ segir Sigurbjartur Sigurjónsson, formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar/Fram.