Einstaklingar blómstra

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Fréttir, Frjálsar

Guðni Valur Guðnason kom sá og sigraði á Íslandsmóti 18 til 19 ára í kúluvarpi (6 kg) með kast upp á 14.87 m en þess má geta að Guðni er á fyrra ári núna.

Gunnar Eyjólfsson, 15 ára, náði þriðja sæti í hástökki með stökk upp á 1.67 m og komst í úrslit 60 m spretthlaups. Gunnar var einn af þeim sem lentu í meiðslum síðastliðið sumar og var farinn að finna fyrir þeim á þessu móti.

Arnór Breki Ásþórsson, 15 ára, kom sá og sigraði á Íslandsmóti unglinga innanhús. Hann skráði sig í sex greinar og sigraði glæsilega fimm af þeim. Í hástökki stökk hann 1.72 m,  stangarstökki 3.10 m,  langstökki 5.73 m.   Hann hljóp 800m á tímanum 2:12 mín og 1500m 4:49 mín.
Svona árangur hefur ekki sést lengi hjá okkur, en Halldór Lárusson átti þetta til hér fyrir um níu árum.
Þess má geta að Arnór er að bæta sig þarna í öllum greinum.