Óskar Markús setti Íslandsmet í stangarstökki innanhúss.

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Óskar Markús, sem er nýorðinn 17 ára, setti Íslandsmetð  í stangarstökki innanhúss á innanfélagsmóti ÍR í gær. Stökkið var upp á 4,31 metra en hann átti líka góða tilraun við 4,40 en felldi þá hæð naumlega. Óskar Markús er í úrvalshópi FRÍ og stefnir á að fara yfir 4,40 m fljótlega og tryggja sig á ný inn í afrekshóp FRÍ, en hann er eini karlkyns stangarstökkvarinn sem hefur verið í þeim hópi fram að þessu. Auk æfinga með Aftureldingu nýtur Óskar sérstakrar tilsagnar varðandi stangarstökkið hjá Kristjáni Gissurarsyni sem þjálfað hefur marga af okkar fremstu stangarstökkvurum. Það verður spennandi að fylgjast með árangri Óskars á næstunni og má ætla að hann bæti árangur sinn enn frekar. Til hamingju Óskar Markús.