Afturelding – Fylkir í Pepsi deild kvenna.

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Fylkisliðið er sem fyrr undir stjórn Jóns Páls Pálmasonar og hefur byrjað tímabilið rólega en hefur þó leikið gegn tveimur sterkum mótherjum. Liðið er með eitt stig eins og Afturelding eftir tvo leiki. Fylkir hefur á að skipa nokkuð góðu liði sem hefur verið um miðja deild undanfarin ár og rétt vantað herslumuninn til að ná lengra.

Afturelding lék við Breiðablik í síðustu umferð og tapaði en margt í spili liðsins lofaði góðu. Stelpurnar áttu sín færi og veittu Blikum heilmikla mótspyrnu en máttu þó játa sig sigraðar.  Leikurinn við Fylki verður mikilvægur og því nauðsynlegt að Mosfellingar láti sjá sig á Varmárvelli á miðvikudag og styðji nú við bakið á stelpunum okkar.

Það var vel mætt á völlinn í fyrsta heimaleiknum og nú gerum við enn betur – Áfram Afturelding !