Aðalfundur handknattleiksdeildar Aftureldingar í kvöld

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Aðalfundur Handknattleiks Aftureldingar fer fram í kvöld, fimmtudaginn 28. mars. Fundurinn hefst kl. 20.00 og fer fram í Vallarhúsinu að Varmá.

Dagskrá fundarins:
1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Skýrsla stjórnar
4. Reikningar ársins 2018
5. Kosning formanns
6. Kosning stjórnarmanna
7. Tillögur sem borist hafa til stjórnar
8. Önnur mál

Við hvetjum félagsmenn og allt áhugafólk um handbolta í Mosfellsbæ til að fjölmenna til fundarins. Allir sem vilja taka þátt í starfinu er bent á að hafa samband við formann deildarinnar, Hannes Sigurðsson í síma 888 0072 eða á handbolti@afturelding.is

Starfsskýrsla handknattleiksdeildar Aftureldingar 2018