Afturelding deildarmeistari og leikur í Olísdeildinni á næstu leiktíð

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Kvennalið Aft­ur­eld­ing­ar í hand­knatt­leik tryggði sér á föstudagskvöld sæti í efstu deild á næsta tíma­bili, þrátt fyr­ir að enn sé ein um­ferð eft­ir í 1. deild, Grill 66-deild­inni.

Það var ljóst fyr­ir um­ferð kvölds­ins að ef Aft­ur­eld­ing myndi vinna sinn leik en ÍR tapa, þá væru Mos­fell­ing­ar með efsta sætið tryggt. Það fór svo þar sem Aft­ur­eld­ing vann Gróttu og ÍR tapaði fyr­ir FH.

Aft­ur­eld­ing var fimm mörk­um yfir á Seltjarn­ar­nesi í hálfleik, 15:9, og vann svo ör­ugg­an sjö marka sig­ur 29:22. Kiyo Ina­ge var marka­hæst með níu mörk hjá Mos­fell­ing­um en Tinna Val­gerður Gísla­dótt­ir skoraði tíu fyr­ir Gróttu.

Sannarlega frábært afrek hjá okkar konum sem hafa leikið frábærlega í vetur. Lokaleikurinn í Grill66-deildinni fer fram næstkomandi föstudagskvöld þegar Afturelding heimsækir FH í Kaplakrika. Í lok leiks mun liðið taka á móti deildartitltinum.