Grétar nýr formaður Blaksambands Íslands

Ungmennafélagið Afturelding Blak

Grétar Eggertsson var á föstudag kjörinn nýr formaður Blaksambands Íslands. Hann tekur við af Jasoni Ívarssyni eftir 14 ár í formannssætinu. Grétar var einn í framboði í embætti formanns BLÍ á ársþinginu. Hann var því sjálfkörinn formaður BLÍ til tveggja ára með lófataki þingfulltrúa. Grétar hefur unnið mikilvægt starf fyrir Aftureldingu um árabil og var um tíma formaður meistaraflokksráð kvenna í blaki.

Grétar tók við sem formaður BLÍ í lok þingsins og ber að merkja í þakkarræðunni hans kraft til að gera betur með félögunum í landinu, hvort sem það sé í grasrótinni eða ímyndarmálum blakíþróttarinnar í landinu. Hans fyrsta embættisverk var að sæma fráfarandi formann, Jason Ívarsson sem Heiðursformann Blaksambands Íslands.

Steinn G. Einarsson var einnig kjörin í vararstjórn BlÍ.