Birkir framlengir við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Birkir Benediktsson hefur framlengt samning sinn við uppeldisfélag sitt Aftureldingu. Birkir sem er 22 ára gamall hóf feril sinn ungur að árum í meistaraflokki Aftureldingar og hefur verið lykilmaður hjá félaginu síðustu ár ásamt því að hafa verið með betri leikmönnum deildarinnar.

Á þessu tíma­bili hef­ur hann komið við sögu í 17 af 20 leikj­um Aft­ur­eld­ing­ar í Olís-deild­inni og hef­ur í þeim skorað 68 mörk.

Það er því mikið gleðiefni að Birkir framlengi samning sinn við félagið.