Apótekarinn býður á leik!

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Apótekarinn í Mosfellsbæ bíður á leik Aftureldingar og Fram í Olísdeild karla sem fram fer að Varmá miðvikudaginn 3. apríl kl. 19:30. Þeir sem versla í Apótekaranum í Mosfellsbæ og koma með kvittun fyrir kaupunum á leik Aftureldingar og Fram fá frítt fyrir sig og fjölskylduna á leikinn.

Þetta er geysilega mikilvægur leikur fyrir Aftureldingu og því þarf liðið allan þann stuðning sem hægt er að fá af pöllunum.

Mætum öll og styðjum Aftureldingu til sigur!