Afturelding styrkir sig fyrir átökin í Grill 66 deildinni

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Meistaraflokkur kvenna hefur styrkt sig fyrir komandi átök í Grill 66 deildinni í vetur. Þrír sterkir leikmenn hafa gengið til liðs við félagið í sumar en það eru þær Ástrós Anna Bender, Kristín Arndís Ólafsdóttir og Þóra Guðný Arnarsdóttir.

Ástrós sem er tvítug er markmaður og er uppalin í HK en hún fór þaðan í Val árið 2015. Ástrós kemur til félagsins frá Vejle HK í  Danmörku þar sem hún lék handbolta ásamt því að stunda nám á síðasta ári. Hún hefur leikið með öllum yngri landsliðum.

Kristín Arndís sem einnig er tvítug er uppalin í Aftureldingu en hún hefur leikið undanfarin ár með Val. Kristín getur leyst allar stöður fyrir utan og var hún næst markahæsti leikmaður deildarmeistaraliðs Vals á síðustu leiktíð en hún kemur til félagsins á eins árs lánssamning. Hún hefur einnig tekið þátt í ýmsum verkefnum á vegum yngri landsliða.

Þóra Guðný er 19 ára og kemur frá Vestmanneyjum. Þóra getur leyst flest allar stöður á vellinum en hún kemur til félagsins frá Gróttu þar sem hún lék á síðustu leiktíð. Þóra hefur einnig tekið þátt í ýmsum verkefnum yngri landsliðanna.

Afturelding bíður nýju leikmennina hjartanlega velkomna.