Sundskóli Aftureldingar fyrir 4 – 5 ára

Skráning er hafin í sundskóla Aftureldingar fyrir börn í eldri deildum leikskóla, 4-5 ára. Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 10. september, en alls verða haldin þrjú námskeið á haustönn 2018:

10. september – 12. október

15. október – 16. nóvember

19. nóvember – 21. desember

Kennt verður á mánudögum og fimmtudögum, kl. 16:00 – 16:45 í innilauginni að Lágafelli. Hvert námskeið kostar 10.900 kr.

Sundskólinn er hugsaður sem fyrstu skref barnanna í sundnámi og eru markmið námskeiðana að venja þau við vatninu og kenna þeim helstu grunnhreyfingarnar. Skólinn er því tilvalinn undirbúningur fyrir skólasundið sem hefst strax í 1. bekk grunnskóla.