Sundskóli Aftureldingar fyrir 4 – 5 ára

Sunddeild Aftureldingar Sund

Skráning í Sundskóla Aftureldingar er hafin á ný. Örlitlar breytingar voru gerðar á fyrirkomulaginu og verður nú hægt að velja á milli annars af tveimur námskeiðum sem verða kennd á haustönn 2018. Námskeiðin hefjast 1. og 4. október, n.k. og standa til 3. og 6. desember. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Mánudagar Fimmtudagar
16:00-1645 16:00-16:45

Kennsla fer fram í innilauginni að Lágafelli. Til kynningar á starfsemi sunddeildarinnar verður sundskólinn haldinn þátttakendum að kostnaðarlausu á haustönn 2018.

Sundskólinn er ætlaður börnum í eldri deildum leikskóla, 4-5 ára, og hugsaður sem fyrstu skref þeirra í sundnámi. Helstu markmið skólans eru að venja þau við vatninu og kenna þeim helstu grunnhreyfingarnar. Skólinn er því tilvalinn undirbúningur fyrir skólasundið sem hefst strax í 1. bekk grunnskóla.