Birkir og Guðmundur Árni í úrvalsliði Olísdeildarinnar

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Afturelding á tvo fulltrúa í úrvalsliðinu fyrir áramót í Olísdeild karla í handbolta sem kynnt var í Seinni Bylgjunni í vikunni. Birkir Benediktsson og Guðmundur Árni Ólafsson voru valdir í liðið en þeir hafa verið frábærir fyrir Aftureldingu í vetur.

Guðmundur Árni hefur skorað 94 mörk á leiktíðinni og verið algjörlega frábær í hægra horninu hjá Aftureldingu. Birkir Ben hefur verið öflugur í hægri skyttu og skorað 81 mark.