Afturelding teflir fram U liði þetta árið í 2. deild karla í handbolta og tók liðið á móti Selfoss-U í gær að Varmá. Heimamenn í Aftureldingu unnu sinn fyrsta leik á leiktíðinni 27-23 í leik þar sem Afturelding hafði yfirhöndina nær allan leikinn.
Kristinn Hrannar Bjarkason var frábær í liði Aftureldingar í gær og skoraði 10 mörk. Unnar Karl Jónsson átti einnig góðan leik og skroaði 7 mörk. Afturelding-U er með 2 stig að loknum þremur leikjum í 2. deild karla sem er skipað U-liðum félaganna. Næsti leikur Aftureldingar-U er gegn HK-U sunnudaginn 21. október næstkomandi.
Sýnt var frá síðari hálfleik á AftureldingTV í gær og má sjá leikinn hér að neðan.